fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Lýsir hræðilegum meiðslum sem Gomez varð fyrir í gær – „Hann endaði í jörðinni og var sárþjáður“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensk blöð greina frá því að óttast sé að Joe Gomez varnarmaður Liverpool spili ekki meira fótbolta á þessu tímabili. Alvarleg hné meiðsli á æfingu enska landsliðsins komu upp í gær.

Ensk blöð segja að óttast sé að Gomez verði lengi á sjúkrabekknum, talið er að hann spili ekki meira með Liverpool á þessu tímabili og að hann eigi ekki möguleika á að ná sér fyrir Evrópumótið næsta sumar.

Atvikið kom eins og fyrr segir upp á æfingu enska liðsins í gær en enginn var í kringum Gomez. „Hann sendi boltann og það var enginn í kringum hann, hann endaði í jörðinni og var sárþjáður,“ sagði Nick Pope markvörður landsliðsins um atvikið.

„Sem knattspyrnumaður þá skynjaru strax þegar eitthvað svona óeðlilegt á sér stað, það sást um leið að hann var sárþjáður. Það er erfitt að horfa upp á vin og liðsfélaga þjást svona.“

Gareth Southgate vildi ekki ræða alvarleika meiðslanna en Gomez er nú í skoðun hjá læknum Liverpool. „Ég get ekki sagt hversu alvarlegt þetta er því hann þarf að fara í myndatöku. Það sem hræðir mann er að það var enginn nálægt honum og hann var mjög þjáður.“

Ljóst er að Jurgen Klopp stjóri Liverpool þarf að kaupa miðvörð í janúar ef fréttirnar um Gomez reynast réttar því áður hafði Virgil van Dijk slitið krossband og spilar ekki meira á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Færa leik sinn inn í Bogann

Færa leik sinn inn í Bogann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi
433Sport
Í gær

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík