fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Jóhann dáist af Gunnhildi Yrsu – „Grjót­hörð en virk­ar síðan ljúf sem lamb“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 09:06

Gunnhildur Yrsa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Knatt­spyrnu­kon­an Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir er einn upp­á­haldsíþróttamaður­inn minn, ekki aðeins inn­an vall­ar held­ur utan hans líka,“ Það er svona sem pistill blaðamannsins Jóhanns Inga Hafþórssonar á Morgunblaðinu byrjar í blaði dagsins.

Gunnhildur Yrsa var frábær í liði Vals sem vann HJK Helsinki í Meistaradeildinni í gær og er liðið komið í pottinn þegar dregið er í næstu umferð.

„Gunn­hild­ur er grjót­hörð á vell­in­um, hend­ir sér í tæk­ling­ar og er afar skemmti­legt að fylgj­ast með henni. Hún gef­ur aldrei tommu eft­ir. Þá er Gunn­hild­ur mjög fjöl­hæf og get­ur spilað bæði á miðjunni og sem hægri bakvörður.“

„Það má segja að hún sé svo­lítið van­met­in, en sókn­ar­menn landsliðsins stela oft­ast fyr­ir­sögn­un­um á meðan hún vinn­ur erfiðis­vinn­una þar fyr­ir aft­an. Leik­ur­inn gegn Svíþjóð í síðasta mánuði var 74. lands­leik­ur Gunn­hild­ar og er ljóst að hún hef­ur lagt líf og sál í öll sín verk­efni í landsliðstreyj­unni.“

Jóhann hreifst af spilamennsku Gunnhildar á Hlíðarenda í gær en hún er í láni hjá félaginu frá Utah í Bandaríkjunum.

„Gunn­hild­ur átti stór­leik í 3:0-sigri Vals á HJK Hels­inki í Meist­ara­deild­inni í gær og sýndi enn og aft­ur að hún er ein besta knatt­spyrnu­kona lands­ins.“

„Grjót­hörð á vell­in­um en virk­ar síðan ljúf sem lamb utan hans,“ skrifar Jóhann í Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi lagði upp fimm mörk og skoraði eitt – Suarez með þrennu

Messi lagði upp fimm mörk og skoraði eitt – Suarez með þrennu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fertugur en gerir tveggja ára samning

Fertugur en gerir tveggja ára samning
433Sport
Í gær

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH