fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Geta tekið á móti 23.500 áhorfendum

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 18:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, telja sig geta tekið á móti 23.500 áhorfendum með tilliti til fjarlægðartakmarkana, um leið og bresk stjórnvöld gefi grænt ljós á að áhorfendur geti snúið aftur á knattspyrnuvelli.

Til stóð að hleypa áhorfendum aftur á leiki í Englandi í október. Hins vegar er önnur bylgja Covid-19 veirunnar í mikilli sveiflu víðs vegar um Evrópu og var því horfið frá þeim áformum,

Collette Roche, yfirmaður aðgerðarsviðs Manchester United, segir að félagið sé búið að hugsa fyrir öllu varðandi örygggi stuðningsmanna er þeir snúi aftur á völlinn.

„Við vorum vonsvikin með að það var horfið frá fyrirhuguðum áætlunum í október, vegna þess að við erum fullviss um að geta tryggt öryggi stuðningsmanna á Old Trafford,“ sagði Roche við SkySports.

Roche finnst illa vegið að knattspyrnuáhorfendum í samanburði við aðra hópa.

„Mér finnst það orka tvímælis að fólk geti safnast saman í flugvélum eða veitingahúsum og geti jafnvel farið í kvikmyndahús til að horfa á fótboltaleik. Við erum búin að hugsa fyrir öllu hér og vitum að við getum tekið á móti stuðningsmönnum á leikdegi með öruggum hætti.“ sagði Roche.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm