fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Silfurskeiðin bregst hart við eineltinu gegn Ólíver – „Ég er með sting í hjartanu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. október 2020 13:30

Úr leik hjá Stjörnunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið öfluga stuðningsmannafélag Stjörnunnar, Silfurskeiðin, hefur brugðist mjög hart við fréttum um grimmilegt einelti sem 11 ára drengur, Ólíver, hefur orðið fyrir í Garðabæ. Ólíver hefur mátt þola mikið einelti í Sjálandsskóla en ofbeldið teygði sig því miður inn í Stjörnuna þar sem  Ólíver æfði en hann flúði Stjörnuna yfir í FH þar sem honum leið betur.

Ljóst er að stuðningsmönnum Stjörnunnar er brugðið yfir þessum fréttum. Á föstudaginn birtist svohljóðandi yfirlýsing á Facebook-síðu stuðningsmannasveitarinnar:

„Það eru allir velkomnir í Silfurskeiðina sem leggja ekki aðra í einelti. Þeir sem lenda í einelti eiga hásætið hjá Silfurskeiðinni og fá frítt inn á leik.“

Kona sem hefur lengi verið viðloðandi starf Stjörnunnar skrifaði síðan áhrifamikinn pistil um málið á síðuna um helgina. Þar undrast hún að jafnsterkt félag og Stjarnan hafi ekki burði til að takast við mál sem þetta. Pistill hennar er eftirfarandi:

„Ég hef verið stoltur stuðningsmaður Stjörnunnar og stoltur Garðbæingur allt mitt líf. Ég hélt að sterkt og flott íþróttafélag eins Stjarnan er og mitt frábæra bæjarfélag hefðu bolmagn til þess að taka á ljótum eineltismálum, en svo virðist ekki vera. Ég er með sting í hjartanu eftir lesningu á einelti sem er að eiga sér stað í okkar frábæra bæjarfélagi og þó ég þekki ekki til drengsins sem fyrir því er að verða, þá hef ég trekk í trekk tárast þessa helgina við lestur um Þetta ljóta einelti sem og stuðninginn sem hann er sem betur fer að fá frá frábærum fyrirmyndum ungra barna sem og okkar allra. Ég vona að skólastjórnendur, kennarar, þjálfar sem og foreldrar taki höndum saman og spyrni fótum við og takist á við eineltið 🙏 Einelti getur verið dauðans alvara 😢 Áfram Óliver ❤️

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“