fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Evrópskir dómstólar dæma „Covid-lokanir“ veitingahúsa ólögmætar – Íslenskir veitingamenn skoða nú rétt sinn

Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. október 2020 12:39

Dauft er yfir skemmistöðum víða í Evrópu um þessar mundir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Berlín felldi á föstudag fyrir helgi úr gildi takmarkanir á veitingahúsarekstri í sambandsríkinu Berlín í Þýskalandi. Aðgerðirnar, sem settar voru til þess að hindra útbreiðslu á kórónaveirunni og Covid-19 sjúkdómnum, þóttu ekki í takt við þýskar reglur um meðalhóf í stjórnvaldsaðgerðum. Deutsche Welle sagði frá.

Bannið fjallaði meðal annars um opnunartíma veitinga- og skemmtistaða og sölu áfengis. Þannig var opnunartími staðanna takmarkaður verulega og þeim gert að loka 11 að kvöldi til og bannað að opna aftur fyrr en eftir sex að morgni næsta dags. Berlín er þekkt fyrir blómlegt næturlíf sem gjarnan teygir sig inn í næsta dag. Áfengissala var jafnframt bönnuð á sama tíma.

Dómstóllinn þýski hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að bannið gangi fram úr meðalhófi og að ekkert sýndi fram á það að barir og veitingastaðir sem héldu sig við sóttvarnareglur, til dæmis með því að framfylgja grímuskyldu og fjarlægðarreglum, gætu ekki náð sama árangri í að fækka smitum og algjört rekstrarbann. Þannig var hið opinbera sagt ganga lengra en það þurfti og því brot á meðalhófsreglu.

Málinu hefur verið áfrýjað.

„Neyðarástand“ ei meir?

Ljóst er að Covid-faraldurinn hefur teygt verulega úr sér og orð sérfræðinga um „tímabundið neyðarástand,“ farin að fjara út í skiptum fyrir orðræðuna „að læra að lifa með veirunni.“ Þetta hefur orðið til þess að þeir sem hafa orðið verst úti vegna aðgerða opinberra aðila víða um heim hafa nú spyrnt við fótum og spyrja spurninga um raunverulegt valdsvið viðbragðsaðila.

Þannig féll til að mynda samskonar dómur í Madrid á Spáni á fimmtudaginn í síðustu viku. Var þar tekist á um takmarkanir sem spánsk yfirvöld höfðu sett á daglegt líf borgarbúa. Var það niðurstaða dómstólsins að takmarkanirnar stönguðust á við „réttindi og grundvallar frelsi“ á fimmtu milljón íbúa borgarinnar.

Takmarkanirnar voru settar á að nýju þegar fjöldi smita fjölgaði á ný nú í september. Voru það stjórnmálamenn íhaldsflokka í svæðisstjórnum sem sóttu málið gegn héraðsstjórn Madrid-héraðs.

Íslenskir veitingamenn skoða sinn rétt

Blaðamaður DV tók íslenska veitingamenn á tal um helgina og ræddi við þá stöðuna sem við þeim blasir. Hvorugir vildu þeir koma fram undir nafni og báru þeir fyrir sig „pólitíska viðkvæmni“ málsins.

Svör þeirra voru í takt við það sem áður hefur komið fram: Gríðarlegur samdráttur og óvissa með framhaldið. Á síðunni Covid.is segir: „Skemmtistaðir, krár og spilasalir eiga að vera lokaðir. Aðrir veitingastaðir, þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar mega ekki hafa opið lengur en til kl. 23.00 alla daga vikunnar og eiga að fylgja gildandi fjöldatakmörkun og nándarreglu.“

„Við erum á ystu nöf með reksturinn eins og er. Þetta þolum við ekki mikið lengur,“ sagði veitingahúseigandinn við blaðamann DV. Þessi tímabundnu úrræði eru löngu runninn út, 25% leiðin gerði margt fyrir okkur en svo rann það bara út en takmarkanirnar héldu áfram.“ Hann sagðist ekki hafa heyrt af dómsmálunum í Evrópu en hvorki tilvist þeirra né niðurstöður koma sér á óvart. Hvorugir hafa þeir tekið neina ákvörðun er varðar framhaldið en segja ljóst að þetta geti ekki haldið svona áfram endalaust. Segjast þeir jafnframt uggandi yfir framhaldinu og hafa orð sóttvarnalæknis þar um að þetta sé „langhlaup, en ekki spretthlaup“ þar mikil áhrif. Langhlaup undir þessum kringumstæðum þýði bara eitt í þeirra tilfelli: Gjaldþrot. Í því ljósi sé eðlilegt að þeir skoði sinn rétt gagnvart yfirvöldum, segja veitingamennirnir.

Þá hefur DV heimildir fyrir því að einhver fjöldi mála er varða útfærslu hins opinbera á takmörkunum á daglegu lífi Íslendinga í nafni sóttvarna séu þegar komin á borð Umboðsmanns Alþingis og hefur Umboðsmaður krafist frekari upplýsinga frá heilbrigðisyfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna