fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Rán í miðborginni – Brimbrettamaður slasaðist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 05:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðborginni. Þar náði ræninginn að hafa reiðufé á brott með sér. Hann var handtekinn úti á Granda um tuttugu mínútum eftir að tilkynningin barst. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en lögreglan hefur þurft að hafa ítrekuð afskipti af honum á undanförnum dögum vegna svona mála.

Á sjötta tímanum í gær slasaðist brimbrettamaður þegar hann var að leik í sjónum við Gróttu. Hann var á brimbretti og með fallhlíf þegar hann tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Hann er hugsanlega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi réðust tveir piltar, 16 og 17 ára, á þann þriðja, 16 ára. Flytja þurfti fórnarlambið á slysadeild til aðhlynningar en hann var með brotna tönn. Málið er í rannsókn.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var kona handtekin í verslun úti á Granda en hún er grunuð um þjófnað. Hún var ekki með nein skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Hún var vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn mældist á 142 km/klst á Suðurlandsvegi við Sandskeið en þar er leyfðu hámarkshraði 90 km/klst. Annar á 113 km/klst á Reykjanesbraut í Kópavogi en þar er leyfður hámarkshraði 80 km/klst. Sá þriðji, sem er aðeins 17 ára, mældist á 117 km/klst á Reykjanesbraut í Kópavogi þar sem leyfðu hámarkshraði er 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“