fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Tottenham glutraði niður þriggja marka forystu

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 18. október 2020 17:26

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham glutraði niður þriggja marka forystu er liðið gerði 3-3 jafntefli við West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jöfnunarmark West Ham kom í uppbótartíma.

Heung Min-Son kom Tottenham yfir þegar einungis 25 sekúndur voru liðnar af leiknum.

Á 8. mínútu leiksins var röðin komin að Harry Kane, hann tvöfaldaði forystu Tottenham með marki eftir stoðsendingu frá Son.

Kane var aftur á ferðinni á 16. mínútu og Tottenham því komnir 3-0 yfir eftir rúmlega stundarfjórðung.

Á 82. mínútu minnkaði Fabian Balbuena metin fyrir West Ham og þremur mínútum síðar varð Davinson Sanchez, varnarmaður Tottenham, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Manuel Lanzini jafnaði leikinn fyrir West Ham United með hreint út sagt frábæru marki í uppbótartíma. Hreint út sagt ótrúleg endurkoma hjá West Ham.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Tottenham er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 8 stig. West Ham er í 8.sæti með 7 stig.

Tottenham 3 – 3 West Ham United
1-0 Heung Min-Son (‘1)
2-0 Harry Kane (‘8)
3-0 Harry Kane (’16)
3-1 Fabian Balbuena (’82)
3-2 Davinson Sanchez, sjálfsmark (’85)
3-3 Manuel Lanzini (’94)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag