fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

„Ég og systir mín fórum í DNA-próf og það kom í ljós að við erum ekki samfeðra“

Fókus
Þriðjudaginn 13. október 2020 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hún og systir hennar fóru í DNA-próf og það kom í ljós að þær séu ekki samfeðra.

„Systir mín var að senda inn umsókn um dvalarleyfi í Bretlandi og til þess þurftum við að fara í DNA-próf og sanna að við værum systur. Við vorum í áfalli þegar við fengum niðurstöðurnar og komumst að því að við ættum sitthvorn pabbann,“ segir konan.

„Ég er 31 árs og systir mín er 27 ára. Við töluðum við mömmu sem viðurkenndi að hún hafi átt í sambandi við annan karlmann á svipuðum tíma og hún byrjaði með pabba okkar, eða manninn sem ég kalla pabba. Mamma áttaði sig ekki á því að hinn maðurinn gæti verið líffræðilegur faðir minn.

Hún sagðist ætla að reyna að finna manninn þó svo hún hafi ekki hugmynd um hvar hann sé staddur. Það eru nokkrir mánuðir síðan og hún hefur ekkert sagt við mig. Ég elska pabba og okkur kemur vel saman, en ætti ég að segja honum að hann sé ekki faðir minn? Á ég að halda áfram að láta eins og ekkert hafi gerst eða á ég að tala aftur við mömmu?“

Deidre gefur konunni ráð.

„Ekki segja neitt við pabba þinn, en talaðu við mömmu þína aftur. Hún er kannski að vonast til þess að vandamálið hverfi og að hún þurfi ekki að gera upp fortíðina. Pabbi þinn er pabbi þinn, hann hefur verið til staðar frá því þú fæddist. Það breytir engu þó hann sé ekki líffræðilegur faðir þinn,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Í gær

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin