fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Svona er staðan yfir markahæstu leikmenn í sögu Íslands – Gylfi nálgast toppinn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. október 2020 15:00

Gylfi Þór Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er nú aðeins einu skrefi frá því að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Liðið vann 2-1 sigur á Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM í Laugardalnum í gær. Liðið mætir Ungverjalandi ytra í nóvember í hreinum úrslitaleik.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálfleik en Rúmenar fengu gefins vítaspyrnu í þeim síðari en settu litla pressu á íslenska markið eftir það. Fyrra mark Gylfa kom á 16 mínútu en eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, snéri Gylfi á leikmann Rúmena og hamraði honum í netið.

Alfreð Finnbogason vippaði svo boltanum inn á Gylfa í því síðara og hann kláraði frábærlega. Með mörkunum tveimur er Gylfi nú aðeins tveimur mörkum á eftir markahæstu leikmönnum í sögu Íslands.

Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa báðir skorað 26 mörk en Gylfi tveimur minna. Bæði Gylfi og Kolbeinn geta bætt við mörkum í leikjum Íslands gegn Danmörku og Belgíu á komandi dögum.

Leikmaður – Ár í landsliði – Mörk
1 Eiður Guðjohnsen 1996–2016- 26
Kolbeinn Sigþórsson 2010– 26
2 Gylfi Þór Sigurðsson 2010– 24
3 Ríkharður Jónsson 1947–1965 17

4 Alfreð Finnbogason 2010– 15
5 Ríkharður Daðason 1991–2004 14
Arnór Guðjohnsen 1979–1997 14
6 Þórður Guðjónsson 1993–2004 13
7 Birkir Bjarnason 2010– 12
Tryggvi Guðmundsson 1997–2008 12

Heiðar Helguson 1999–2011 12
8 Pétur Pétursson 1978–1990 11
Matthías Hallgrímsson 1968–1977 11
9 Helgi Sigurðsson 1993–2008 10
Eyjólfur Sverrisson 1990–2001 10
10 Þórður Þ. Þórðarson 1951–1958 9
Teitur Þórðarson 1972–1985 9

11 Jóhann Berg Guðmundsson 2008- 8
Guðmundur Steinsson 1980–1988 8
Sigurður Grétarsson 1980–1992 8
Marteinn Geirsson 1971–1982 8
Atli Eðvaldsson 1976–1991 8

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið