fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ákæra gefin út í 12 ára gömlu nauðgunarmáli – Nauðgaði og lamdi konu á hótelherbergi á Íslandi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. október 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru vegna nauðgunar sem átti sér stað 10. ágúst árið 2008 á hótelherbergi. Ekki kemur fram hvar á landinu árásin átti sér stað, en maðurinn á lögheimili á Akureyri.

Maðurinn sem ákærður er fyrir nauðgunina er sagður í ákærunni hafa kastað sér á fórnarlamb sitt þar sem hún lá í rúmi á hótelherberginu. Mun hann hafa haldið henni þar fastri þar til hún féll í gólfið í átökum við manninn. Maðurinn hélt henni niðri á gólfinu og greip um fótleggi hennar þegar hún reyndi að standa upp svo að hún skall niður á gólfið á hnén og svo á bakið. Setti árásarmaðurinn meintur þá hné í brungu hennar. Konan skreið þá upp í rúmið aftur þar sem maðurinn nauðgaði henni. Konan hlaut af árásinni ýmsa áverka svo sem marbletti, núningssár, rispur á maga og sprungur á kynfærum.

Konan krefst þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða konunni sex milljónir í miskabætur auk skaðabóta og að maðurinn greiði kostnað vegna réttargæslumanns.

Saksóknari gerir þá kröfu í ákærunni að maðurinn verði dæmdur til refsinga og að greiða allan sakarkostnað

Athygli vekur að ákæran er gefin út í apríl á þessu ári vegna atburðar sem átti sér stað árið 2008. Í samtali við DV varðist Katrín Hilmarsdóttir, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, allra fregna af málinu og sagðist ekki getað tjá sig um ástæður þess að 12 ár liðu á milli atburðar og ákæru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”