99 greindust með Covid-19 innanlands hér á landi í gær. Þar af voru 59 í sóttkví. Er það nokkuð hærra hlutfall en verið hefur síðustu vikur. Af þeim sem greindust í fyrradag voru um 58% í sóttkví og í gær um 60%. Þykir þessa mikla hækkun hlutfalls þeirra sem greinast í sóttkví gefa tilefni til bjartsýni, en smit
Í gær tóku gildi víðtækar hömlur á daglegu lífi Íslendinga, öðru sinni á þessu ári. Líkamsræktarstöðvum var lokað, fjöldatakmarkanir færðar niður í 20 með einhverjum undanþágum.
Sjá nánar: Nýjar samkomutakmarkanir – Allt sem þú þarft að vita fyrir næstu tvær vikur
Í gær var sagt frá því að á fjórða tug smita mætti rekja til hnefaleikastöðvar í Kópavogi, og má búast við að stór hluti þeirra 99 sem greindust í gær hafi verið hnefaleikakappar sem smituðust þar.
Ekki hafa fleiri greinst með Covid-19 á einum degi síðan í fyrstu bylgjunni snemma í vor. 18. sept síðastliðinn greindust 75, og var það mesti fjöldi sem greindist á einum degi í yfirstandandi bylgju, þar til í gær.
24. mars greindust 106 og er það mesti fjöldi sem nokkurn tímann hefur greinst á einum degi.
Þann 1. apríl greindust svo 99 manns, líkt og í gær. Eru því gærdagurinn og 1. apríl jafnir í 2. sæti yfir fjölda Covid-19 greininga.