fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Segir Leno ekki nógu góðan fyrir Arsenal – Fær Rúnar Alex tækifæri?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tony Adams fyrrum fyrirliði Arsenal efast um að Bernd Leno sé nógu góður markvörður svo að Arsenal geti gert atlögu að efstu sætunum í deildinni. Adams segist efast um þá ákvörðun Mikel Arteta að selja Emiliano Martinez til Aston Villa.

Arsenal seldi Martinez til Aston Villa og keypti Rúnar Alex Rúnarsson til að veita Leno samkeppni í marki liðsins.

„Martinez var magnaður í bikarnum á síðustu leiktíð, alveg frábær. Ég kunni vel við hann, hann er góður í því sem Leno er lélegur í. Það eru fyrirgjafir og þannig hlutir,“ sagði Adams.

„Arteta hefur sett allt sitt traust á Leno en í mínum bókum er hann ekki nógu góður fyrir lið sem ætlar sér eitt af fjórum efstu sætunum.“

Rúnar Alex var á varamannabekk Arsenal í gær þegar liðið tapaði 3-1 gegn Liverpool á Anfield. „Martinez var með sjálfstraust og allt féll með Arsenal þegar hann stóð í markinu.“

Rúnar Alex gæti þreytt frumraun sína með Arsenal á fimmtudag þegar liðið fer aftur í heimsókn til Liverpool en nú í deildarbikarnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu