fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Elín Metta tryggði Íslandi mikilvægt stig í undankeppni EM

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 22. september 2020 20:00

Ísland fagnar marki í undankeppninni á móti Lettum. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti því sænska á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer á Englandi næsta sumar.

Fyrirfram var búist við erfiðum leik fyrir íslenska liðið. Lið Svía lenti í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í fyrra. Ísland og Svíþjóð voru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki áður en leikurinn hófst.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 33. mínútu. Þar var að verki Anna Anvegård. Hún setti boltann snyrtilega í markið eftir undirbúning Sofia Jakobsson. Á 42. mínútu kom Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði boltanum í netið eftir hornspyrnu Hallberu. Markið var dæmt af. Dómarinn vildi meina að Glódís Perla hafi brotið á markmanni Svía í aðdraganda marksins.

Íslenska liðið virtist eflast við þetta. Dagný Brynjarsdóttir fékk gott tækifæri til að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks eftir góða fyrirgjöf frá Sveindísi Jane. Það tókst ekki og staðan í hálfleik 0-1 Svíum í vil.

Ísland jafnaði metin á 61. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði með skalla eftir langt innkast frá Sveindísi Jane. Þetta var hennar 16. mark í landsleik númer 51. Lengra komust liðin ekki og tóku eitt stig hvort.

Næsti leikur Íslands í undankeppninni verður einnig á móti Svíþjóð. Leikið verður í Svíþjóð þann 27. október.

Ísland 1 – 1 Svíþjóð

0-1 Anna Anvegård (33′)
1-1 Elín Metta Jensen (61′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu