fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Trans Jesú fjarlægður af síðum kirkjunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 12. september 2020 14:46

Jesús með brjóst er ekki lengur að finna á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trans Jesús svonefndur, eða mynd sem sýnir frelsarann hoppandi kátan með skegg og brjóst, hefur verið fjarlægð af Facebook-síðu og vefsíðu þjóðkirkjunnar.

Myndin hefur vakið mikið umtal þar sem þjóðin hefur skipst í fylkingar eftir því hvort menn séu fylgjandi trans Jesú eða á móti honum.

Fjöldi presta og einstaklinga hafa vakið athygli á málinu í greinaskrifum á síðum dagblaða eða á samfélagsmiðlum og hefur verið mikill hiti í umræðunni.

Umrædd mynd birtist sem kynningarefni fyrir Sunnudagaskólann. Séra Hildur Björk Hörpudóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, sagði að með myndinni væri þeim skilaboðum komið áleiðis að Kristur væri fyrir alla, ekki bara hvíta gagnkynhneigða karlmenn.

„Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið nonbinary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis,“ skrifaði Séra Hildur inn á Facebook-hópinn Hinseginspjallið.

Upplýsingafulltrúi Þjóðkirkjunnar,  Pétur Georg Markan, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að Trans Jesú hafi verið fjarlægður því tími var kominn til að skipta um mynd. Hann prýði hins vegar enn strætó og ekki útilokað að hann verði birtur aftur á síðu kirkjunnar.

DV vekur þó athygli á því að myndina er ekki lengur að finna í myndabanka kirkjunnar á Facebook. Hún hefur því verið fjarlægð sem er ekki nauðsynlegt til að skipta um svonefnda „Cover-mynd“ á þeim miðli, enda er enn hellingur af myndum sem áður hafa verið brúkaðar í þeim tilgangi enn til í myndasafninu.

Myndin hefur jafnframt verið fjarlægð af vefsíðu Sunnudagaskólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“
Fréttir
Í gær

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Í gær

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn