fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Helgi í Góu vill halda fólki í vinnu: „Ekki rétti tíminn til að rífast“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. september 2020 11:01

Helgi í Góu. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Vilhjálmsson, ávallt kenndur við  sælgætisgerð sína, Góu, hefur birt auglýsingar í dagblöðum í dag undir yfirskriftinni Höldum fólki í vinnu.

Í stuttu máli vill Helgi bjarga störfum með því að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði tímabundið, eins og segir í fréttatilkynningu um málið:

„Helgir bendir þar á hvernig hægt væri að bjarga fjölda starfa í atvinnulífinu með tímabundinni lækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Þar bendir hann á um hversu háar tölur er að ræða og hve mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hefur hækkað mikið á síðastliðnum árum, en í dag er mótframlagið 11,5% en var t.d. 8% árið 2016.

„Ef við við skoðum þetta nánar, þá myndi það bjarga yfir 6500 störfum ef mótframlagið yrði lækkað aftur í 8%. Þetta eru svo stórar tölur. Bara þessi lækkun myndi lækka launakostnað fyrirtækja um 39 milljarða á ári án þess að útborguð laun myndu lækka. Það skiptir okkur núna mestu máli að finna leiðir til að lækka kostnað án þess að fókið finni fyrir því. Atvinnuleysi er versti óvinur fólksins“, segir Helgi um auglýsingarnar sínar.“

Samstaða er lausnin, segir Helgi: „Núna eru fyrirtækin að berjast í bökkum og þá er ekki rétti tíminn til að rífast, heldur finna lausnir saman. Þannig komumst við upp úr ástandinu og getum horft saman til framtíðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Í gær

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro