fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir morð í Úlfarsársdalsmálinu – Kastaði manni fram af svölunum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 8. september 2020 19:14

skjáskot/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RUV greindi frá því í kvöldfréttatíma sínum að rúmlega fimmtugum manni hefur verið birt ákæra fyrir morð. Segir þar að ákæran hafi verið gefin út í júní en sé nú fyrst birt opinberlega. Héraðssaksóknari sækir málið.

Þar segir enn fremur að fimm hafi verið handteknir í desember eftir að maður féll fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss í Úlfarsársdal í Reykjavík. Lést maðurinn við fallið. Fjórum var fljótlega sleppt en sá fimmti úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sá er fimmtugur maður frá Litháen. Sá látni var landi hans.

Umsvifamikil rannsókn fór strax af stað og mun lögregla hafa fengið til liðs við sig verkfræðinga til aðstoðar við rannsókn málsins. Munu þeir hafa notað brúður til að líkja eftir falli mannsins af svölunum. Brúðan var þá látin líkjast manninum í hæð og þyngd. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að manninum hafi verið kastað eða ýtt af talsverðu afli fram af svölunum.

Hinn ákærði neitar sök í málinu.

RUV rifjar það jafnframt upp að nú eru þrjú manndrápsmál í meðferð í réttarkerfinu og annað til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný