fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Hrund hættir sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 7. september 2020 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrund Þórsdóttir hefur verið sagt upp störfum sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar eftir sex ár í starfi. Hrund hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum en hún starfaði lengi sem blaðakona hjá Birtíngi m.a. sem ritstjóri Mannlífs auk þess sem hún hefur gefið út skáldsögu og hlaut fyrir hana Íslensku Barnabókaverðlaunin árið 2007. Hún starfaði sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún tók við sem fréttastjóri.

Hrund gekk í gegnum tímana tvenna á fréttastofunni sem skipti meðal annars um eigendur á starfstíma hennar en Vodafone keypti rekstur Stöðvar 2 og tengdra miðla árið 2017.

Hrund birti í kvöld stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún þakkar samstarfsfólki sínu fyrir samfylgdina :

Í fréttum er þetta helst: Í dag lauk ég störfum sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Sex ár eru óvenjulangur tími í stjórnendahlutverki á fréttastofu en uppsögn felur í sér nýtt upphaf og nú hætti ég sátt eftir góð og lærdómsrík ár.

Frábært samstarfsfólk kveð ég með væntumþykju og söknuði, en stolt yfir öllu því sem við höfum afrekað saman. Fyrirtækinu og fólkinu óska ég alls hins besta!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás