fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Þórólfur ver hertu aðgerðirnar og undrast umræðuna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. september 2020 14:37

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti yfir undrun með umræðuna sem hefur verið undanfarið þar sem hertar aðgerðir á landamærum, sem gripið var til 19. ágúst, hafa verið gagnrýndar. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Í þessu samhengi hefur mikið borið á ritdeilum læknaprófessorsins Jóns Ívar Einarssonar og Kára Stefánssonar forstjóra ÍE, en Jón telur að beita hefði átt heimasmitgát fyrir heimkomna Íslendinga milli skimana en ferðamenn hefðu átt að sleppa við sóttkví. Þetta hefur Kári gagnrýnt harkalega og sagt hugmyndir Jóns vera stórhættulegar. Ferðaþjónustuaðilar og margir hagfræðingar hafa líka gagnrýnt hinar hertu aðgerðir á landamærum harðlega, sem og sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Meðal gagnrýnispunkta er að stefna yfirvalda sé ekki lengur skýr í þessum efnum. Þórólfur segist undrast þá gagnrýni. Segir hann að stefnan sé að nýta þá þekkingu sem skimanir færa okkur til að fletja kúrfuna eins mikið út og hægt er með innanlandstakmörkunum og aðgerðum á landamærum. Að við viljum reyna eins og við getum að koma í veg fyrir að veiran berist inn í landið, þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir það, sé hægt að fækka smitum verulega. – Þórólfur viðurkennir að dánartíðni af völdum veirunnar sé lægri en áður var talið og hérlendis sé hún 0,5%. En ef veiran nái mikilli útbreiðslu geti það þýtt mörg dauðsföll.

Þá benti Þórólfur á að alvarleiki sjúkdómsins mældist ekki bara í dauðsföllum en nú væri að koma í ljós að langtímaafleiðingar af sýkingu væru miklar fyrir suma.

Ennfremur benti hann á að faraldurinn væri á uppleið í mörgum löndum og þar væru hertar aðgerði. Þá hefði ekkert komið fram sem bendi til þess að faraldurinn væri vægari núna. Lægri dánartíðni og minni alvarleg veikindi af völdum værunnar væru vegna þess að yngra fólk væri að smitast en áður, eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma hefði haldið sig meira til hlés eftir fyrri bylgjuna.

„Hver er ásættanlegur fjöldi sýkinga? Hver er ásættanlegur fjöldi þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús veikir? Þetta eru erfiðar spurningar og enginn treystir sér til að svara þeim,“ sagði Þórólfur.

Í máli hans kom fram að 0-6 hafi greinst með veiruna að meðaltali daglega undanfarna viku. Einn liggur á spítala og 300 eru í sóttkví. Allar tölur eru á niðurleið og faraldurinn í miklum rénum í augnablikinu. Virk smit í landinu núna eru 76.

Á landamærum greinast fáir þar sem aðeins á bilinu 300-1000 koma til landsins daglega. Hlutfall sýktra farþega hefur þó farið hækkandi. Frá 15. júní hafa 110 greinst á landamærum, 80% hafa greinst í sýnatöku eitt og 20% í annarri sýnatöku. Þriðjungur sem hafa greinst eru Íslendingar búsettir hér að koma heim, þriðjungur eru erlendir ríkisborgarar með búsetu hér og þriðjungur eru venjulegir ferðamenn.

„Við höfum náð að beygja kúrfuna niður og fækka hér innanlandssmitum þó að við séum ennþá með nokkur smit á landamærum og þar sé hlutfallsleg aukning,“ sagði Þórólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“
Fréttir
Í gær

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir
Fréttir
Í gær

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga