fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Bjarni Randver sakar trúleysingja um kynferðislega smánun: „Vanviti sem hýðir sjálfan sig sér til sársaukafullra ánægjustunda“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 20. desember 2017 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Væri ég kona hefði ég hæglega getað verið meðal þeirra háskólastarfsmanna sem skiluðu inn frásögnum af reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og ofbeldi í störfum sínum. Og ég hefði auðveldlega getað fjölgað þeim dæmum sem Guðni tilgreinir og þá ekki bara um mig heldur einnig um fjölda annarra, því að helstu forystumenn Vantrúar og ýmsir af dyggustu fylgismönnum þeirra hafa á liðnum árum leitast ítrekað við að smána og lítillækka ýmsa þá kynferðislega sem þeir vilja jaðarsetja á opinberum vettvangi.“

Þetta segir Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur og trúarbragðafræðingur, í grein sem birtist í Hugarás, vefriti hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Bjarni og Vantrú deildu hart fyrir nokkrum árum en hann var sakaður af samtökunum um óvönduð vinnubrögð við kennslu. Siðanefnd háskólans sýknaði Bjarna Randver af þeim ásökunum en Bjarni rifjar upp óvægin ummæli um sig í samhengi við #metoo byltinguna.

Sakar meðlimi Vantrúar um einelti

Bjarni segir að kynferðisleg áreitni hljóti að beinast að báðum kynjum. „Sjálfur skil ég #metoo hreyfinguna svo að ekki beri að líða ofbeldi á borð við kynferðislega og kynferðisbundna áreitni sama hver eigi í hlut og það beri að afhjúpa það. Þó svo að það hafi verið konur sem hafi haft þar frumkvæðið að því að leiða fram með reynslusögum sínum það víðtæka samfélagsmein sem þetta vandamál er þá séu raddir karlmanna þar ekki síður mikilvægar,“ segir Bjarni.

Bjarni sakar meðlimi Vantrúar um einelti í sinn garð. „Kæruherferðin sem félagið Vantrú skipulagði gegn mér sem kennara við Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum og stóð samfleytt yfir í tvö ár og átta mánuði fékk töluverða fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma en öll kærumálin fimm vann ég að lokum. Eftir að þessari kæruherferð lauk hafa ritrýndar tímaritsgreinar verið birtar sem sýna hvernig vantrúarfélagar skipulögðu hana sem einelti en sjálfir kusu þeir að nota það orð um margþættar aðgerðir sínar gegn mér. Kæruherferð vantrúarfélaga var grundvölluð á eintómum getgátum um hvað ég hefði mögulega sagt eða látið ósagt í tengslum við nokkrar glærur í kennslustund sem enginn þeirra sótti og lögðu þeir áherslu á að engu máli skipti út frá hvaða fræðilegum forsendum og greiningarkerfum var gengið í námskeiðinu eða hvað nemendur mínir, sem ýmsir hverjir voru meira að segja yfirlýstir trúleysingjar, hefðu um kennslu mína að segja,“ segir Bjarni.

„Daglega raðfullnægingarútrás‟

Bjarni segir að margir meðlimir Vantrúar hafi lagt sig fram við að smána sig. „Raunar lögðu margir vantrúarfélagar sig fram við að smána mig og lítillækka sem mest með því að setja mig og störf mín í kynferðislegt samhengi af ýmsu tagi. Þessi kynferðislega smánun fólst m.a. í því að ég var sagður haldinn annarlegum kynferðislegum áhuga á vantrúarfélögum og öllu því sem þeir hafa skrifað og sagt á opinberum vettvangi, ég væri eins og „vanviti sem hýðir sjálfan sig sér til sársaukafullra ánægjustunda‟, ég frói mér löngum stundum við störf mín og ég fái „daglega raðfullnægingarútrás‟ vegna þess að ég telji vantrúarfélaga hafa eitthvað á móti mér í sífelldum skrifum sínum gegn mér og kæruherferð,“ segir Bjarni.

Segist fá skilaboð frá Þórði

Bjarni fullyrðir að Þórður Ingvarsson, fyrrverandi varaformaður Vantrúar og ritstjóri vefrits Vantrúar, sendi sér enn í dag níðsendingar. „Þó svo að rúm fimm ár séu nú liðin frá því að ég vann síðasta kærumál Vantrúar á hendur mér fæ ég enn níðsendingar frá þessum sama einstaklingi, Þórði Ingvarssyni, ýmist í Facebook skilaboðum á mig einan eða í greinum, færslum og athugasemdum á opinberum vettvangi,“ skrifar Bjarni.

Sjá einnig: Þórður viðurkenndi nauðgun á Facebook í óþökk konunnar: „Aftur hefurðu tekið af mér valdið“

DV fjallaði nýlega um að Þórður hafi birt pistil innan Facebook-hópsins Femínistaspjallið þar sem hann viðurkenndi nauðgun. Það gerði hann án samþykkis konunnar sem síðar steig fram og sagði hann vera að stýra umræðunni um ofbeldið í sinni óþökk.

Kynferðisleg smánun tæki harðlínuhópa

Bjarni segir að lokum að kynferðisleg smánun sé oft notuð til að þagga niður í andstæðingum: „Kynferðisleg smánun hefur lengi verið tæki ýmissa harðlínuhópa sem beita henni til þess að þagga niður í andstæðingum sínum eða gera lítið úr þeim. Því miður hafa umræddir vantrúarfélagar freistast til að beita þessum smánunaraðferðum í málflutningi sínum en aðferðin er samt engan veginn bundin við þá eins og sjá má þegar skoðað er hvernig rætt er um fólk í hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins og þá ekki síst í trúarlegum og þjóðfélagslegum minnihlutahópum, svo sem innflytjendur og hælisleitendur. Það eru jafnt konur sem karlar sem sitja undir svona smánun.

Ekki er hægt að halda því fram að það sé eitthvað skárra eða jafnvel hinn sjálfsagðasti hlutur þegar kynferðisleg smánun og lítillækkun af þessu tagi beinist að karlmanni í stað konu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“