fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Sævar er reiður og hótar því að rífa kjaft: „Hélt bara að við værum komin lengra en þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA sendir pillu á Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara U21 árs landsliðsins á Twitter í dag. Kveðjurnar eru kaldar sem koma frá Akureyri niður í Laugardal. Arnar Þór hefur þurft að gera tvær breytingar á hóp liðsins vegna meiðsla. Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason hafa dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Í þeirra stað koma Valgeir Valgeirsson og Valgeir Lunddal Friðriksson inn.

Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM föstudaginn 4. september. Leikurinn hefst kl. 16:30 og fer fram á Víkingsvelli. Það vakti talsverða furðu þegar Arnar valdi ekki Valgeir Valgeirsson og Valgeir Lunddal í hóp sinn til að byrja með. Valgeir Valgeirsson hefur verið frábær með HK síðustu tvö tímabil og Valgeir Lunddal hefur slegið í gegn sem bakvörður hjá Val.

„Þetta er orðið algjört djók hvernig er staðið að þessum yngri landsliðum!! Sennilega þarf að rífa meira kjaft á samfélagsmiðlunum,“ skrifar Sævar á Twitter og er óhress.

Mikil umræða skapaðist eftir að Arnar valdi ekki Valgeir og Valgeir til að byrja með en báðir hafa leikið sem bakverðir í sumar. Sævar er óhress með að ekki sé kallaður inn miðvörður sökum þess að Finnur Tómas er ekki leikfær. Sævar hafði fyrir helgi bent á að Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA ætti að vera í þessum hóp.

„Ég reyndar hélt það að hafa menn í fullu starfi hjá KSÍ myndi kalla á það að menn væru að fylgjast með leikjunum ekki bara umræðunni um íþróttina,“ segir Sævar í einu Svari sínu.

Sævar segir að Valgeir og Valgeir eigi skilið að vera í hópnum en kallar eftir meiri fagmennsku. „Þannig að það sé sagt finnst mér persónulega að Valgeir x 2 eiga þetta skilið. Hélt bara að við værum komin lengra en þetta. Í þessum hópi er 1-2 hafsentar. Fyrsti hafsentinn meiðist og þá taka menn inn bakvörð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu