fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Eiríkur er látinn: Fjölhæfur og orðhagur maður kveður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 15:00

Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Brynjólfsson er látinn, 69 ára að aldri, eftir stutta en snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Kvaddi hann þennan heim síðastliðinn sunnudag. Greint var frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag auk þess sem ástvinir hans hafa ritað eftirmæli um hann á samfélagsmiðlum undanfarið.

Eiríkur á fjölbreyttan og merkan feril að baki sem kennari, kennslustjóri, rithöfundur og þýðandi með meiru. Hann sendi frá sér smásagnasöfn og ljóðabækur auk þýðinga á erlendum skáldsögum, til dæmis norrænum glæpasögum. Skáldskapur Eiríks ber meðal annars vitni um orðheppni og djúpan málskilning.

Hann var foringi Hins íslenska glæpafélags frá árinu 2007. Það er félag rithöfunda og áhugamanna um glæpasögur. Félagið hefur starfað ötullega að vexti og viðgangi glæpasagnaritunar, meðal annars með verðlaunum og upplestrum.

Eiríkur var knattspyrnuáhugamaður og dyggur stuðningsmaður KR.

Jarðarför Eiríks Brynjólfssonar fer fram föstudaginn 28. ágúst, klukkan 15:00, í Fossvogskirkju. Vegna aðstæðna þarf að takmarka fjölda þeirra sem komast til að kveðja hann en hlekkur á streymi frá jarðarförinni verður auglýstur síðar á Facebook-síðu hans.

DV sendir fjölskyldu og vinum Eiríks Brynjólfssonar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald