fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í seinni umferð 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester City tók á móti Real Madrid og Juventus spilaði við Lyon.

Manchester City vann fyrri leikinn, 1-2, og þurfti Real Madrid virkilega á sigri að halda til að komast áfram. Snemma í leiknum skoraði Raheem Sterling mark fyrir Manchester City eftir að varnarmaður Real Madrid, Raphael Varane, gerði mitök í vörninni. Þetta voru dýr mistök fyrir Real Madrid liðið sem þurfti heldur betur að spýta í lófana.

Á 28. mínútu náði Karim Benzema að jafna metin fyrir Real Madrid og virtist sem möguleiki væri fyrir spænska liðið að komast áfram. Gabriel Jesus gerði Real Madrid enn erfiðara fyrir þegar hann kom Manchester City aftur yfir á 68. mínútu en markið hans reyndist vera sigurmark leiksins. Real Madrid er því úr leik í Meistaradeildinni en Manchester City er komið í 8-liða úrslit.

Manchester City 2 – 1 Real Madrid
1-0 Raheem Sterling
1-1 Karim Benzema
2-1 Gabriel Jesus

Lyon vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og þurfti Juventus því virkilega að passa að Lyon myndi ekki skora, því þá þyrfti Juventus að vinna með tveimur mörkum. Það var því þungur róður framundan fyrir Juventus menn þegar Memphis Depay kom Lyon yfir úr víti snemma í leiknum.

Cristiano Ronaldo náði að jafna metin með marki úr vítaspyrnu rétt áður en fyrri hálfleikur var blásinn af. Um miðjan seinni háflleik náði Ronaldo að skora sitt annað mark og kom hann Juventus yfir. Fleiri urðu mörkin þó ekki en Lyon fer áfram í 8-liða úrslit þar sem liðið var með fleiri mörk á útivelli. Ronaldo og félagar hans eru því úr leik í Meistaradeildinni.

Juventus 2 – 1 Lyon
0-1 Memphis Depay (víti)
1-1 Cristiano Ronaldo (víti)
2-1 Cristiano Ronaldo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum