fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Óttast að aðstandendur þurfi að senda látna ástvini til útlanda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 11:50

Samsett mynd DV. Mynd í bakgrunni er af brennsluofni og er frá vefsvæði Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Getur verið að endirinn verði að aðstandendur verði að flytja látinn ástvin til útlanda til þess að uppfylla hinstu ósk viðkomandi?“ spyr Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni kallar hún eftir því að bálstofur verði settar upp á landsbyggðinni. Eina bálstofa landsins er Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma í Fossvogi. Anna Kolbrún bendir á að ástand brennsluofna þar sé ekki gott og stefni í óefni:

„Bálstofan í Fossvogi er eina bálstofan í landinu, starfsemin í Fossvogi er rekin á undanþágu, bæði frá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu. Sagt var frá því í fjölmiðlum seint á síðasta ári að hætta væri á því að brennsluofnarnir gætu fallið saman enda eru þeir rúmlega 70 ára og brýn þörf á að endurnýja þá ef ekki á að fara illa. Bent hefur verið á að það stefni í algert óefni, viðvaranir hafa verið gefnar en enn þá hefur ekki verið brugðist við eða með öðrum orðum: reynt hefur verið að vekja athygli á alvarlegri stöðu án árangurs.“

Um 40% kjósa bálfarir og hefur þeim fjölgað undanfarin ár. Er þar horft til lægri kostnaðar en við greftranir sem og  umhverfissjónarmiða. Anna Kolbrún hendir hins vegar á að bálför standi ekki öllum landsmönnum til boða nema með miklum flutningskostnaði. Þess vegna sýni gögn að það fari mikið eftir búsetu fólks hvort það velji hefðbundna útför eða bálför. Í lok greinarinnar segir:

„Stjórnvöld verða að hlusta á aðvaranir, setja verður upp viðunandi og löglega aðstöðu til bálfara á fleiri en einum stað á landinu. Það þarf ekki allt suður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman