fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Óttast að aðstandendur þurfi að senda látna ástvini til útlanda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 11:50

Samsett mynd DV. Mynd í bakgrunni er af brennsluofni og er frá vefsvæði Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Getur verið að endirinn verði að aðstandendur verði að flytja látinn ástvin til útlanda til þess að uppfylla hinstu ósk viðkomandi?“ spyr Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni kallar hún eftir því að bálstofur verði settar upp á landsbyggðinni. Eina bálstofa landsins er Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma í Fossvogi. Anna Kolbrún bendir á að ástand brennsluofna þar sé ekki gott og stefni í óefni:

„Bálstofan í Fossvogi er eina bálstofan í landinu, starfsemin í Fossvogi er rekin á undanþágu, bæði frá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu. Sagt var frá því í fjölmiðlum seint á síðasta ári að hætta væri á því að brennsluofnarnir gætu fallið saman enda eru þeir rúmlega 70 ára og brýn þörf á að endurnýja þá ef ekki á að fara illa. Bent hefur verið á að það stefni í algert óefni, viðvaranir hafa verið gefnar en enn þá hefur ekki verið brugðist við eða með öðrum orðum: reynt hefur verið að vekja athygli á alvarlegri stöðu án árangurs.“

Um 40% kjósa bálfarir og hefur þeim fjölgað undanfarin ár. Er þar horft til lægri kostnaðar en við greftranir sem og  umhverfissjónarmiða. Anna Kolbrún hendir hins vegar á að bálför standi ekki öllum landsmönnum til boða nema með miklum flutningskostnaði. Þess vegna sýni gögn að það fari mikið eftir búsetu fólks hvort það velji hefðbundna útför eða bálför. Í lok greinarinnar segir:

„Stjórnvöld verða að hlusta á aðvaranir, setja verður upp viðunandi og löglega aðstöðu til bálfara á fleiri en einum stað á landinu. Það þarf ekki allt suður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“