fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Áhyggjur af hálu og blautu malbiki og of hröðum akstri – Segir hörmulegt slys á Kjalarnesi öllum í fersku minni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 11:46

Frá vettvangi slyssins á Kjalarnesi í sumar. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustofa varar við of hröðum akstri á nýlögðu og blautu malbiki og óttast að hann sé algengur. „Það er öllum í fersku minni það hörmulega slys sem átti sér stað þegar tveir létust á Kjalarnesi 28. júni í sumar en talið er að slysið hafi orðið vegna hálku á nýlögðu malbiki. Vegagerðin og fleiri framkvæmdaraðilar hafa eftir þetta gripið til þess ráðs að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á vegaköflum sem eru með nýlagt slitlag. Hraði hefur verið lækkaður niður í 50 km/klst með hraðaskiltum og skiltum sem vara ökumenn við hálku,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, í tilkynningu til fjölmiðla.

Að sögn Einars hafa vegfarendur haft samband við Samgöngustofu og lýst yfir áhyggjum af því að ökumenn séu ekki að virða hraðatakmarkanir á hálum malbiksköflum. „Undirritaður hefur ítrekað orðið vitni af því og er það mjög alvarlegt ekki hvað síst í ljósi framangreinds slyss. Hávær og réttmæt krafa hefur verið meðal ökumanna um úrbætur hvað þetta varðar og því er undarlegt að svo margir þeirra leiti ekki ábyrgðarinnar hjá sjálfum sér þegar skýr fyrirmæli eru um það. Tekið skal fram að ekkert bendir til að ógætilega hafi verið ekið þegar slysið átti sér stað í sumar,“ segir Magnús ennfremur í tilkynningu sinni.

Í umræðum í Facebook-hópnum Vegir og mótorhjól eru algengar tilkynningar um hált malbik. Einn aðili lætur þess getið að hann hafi hjólað um regnvotar götur Reykjavíkur um miðnætti í gær og alls staðar þar sem hann lenti á nýju eða nýlegu malbiki hafi hjólið runnið til.

Eins og greint var frá í fjölmiðlum fyrr í sumar leikur grunur á því að malbikið á nýlagða kaflanum á Kjalarnesi í sumar hafi verið vitlaust blandað og vegarkaflinn verið óeðlilega háll. Það mál er enn í rannsókn. DV hafði samband við G. Matthías Pétursson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, og spurði hvort ekki væri öruggt að efni í nýlögðu malbiki undanfarið væri blandað á annan hátt en á umræddum vegarkafla:

„Það er allt annað ástand á nýlögðu malbiki núna. Við settum þá reglu eftir þetta að það yrði tekið niður,“ segir G. Matthías og fullyrðir að nýlagt malbik sé ekki jafnhált og það var á umræddum vegarkafla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu
Fréttir
Í gær

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt
Fréttir
Í gær

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hulk Hogan látinn