fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

„Markmiðið er jafnvel að þagga niður í þeim sem hafa „ranga“ skoðun“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson skrifaði pistilinn Sannleikurinn þagna bestur? sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Þar ræddi hann um þöggun á þeim sem eru með „rangar skoðanir“. Hann segir að umræðan á Íslandi virðist vera að færast í þá átt.

„Það er ekkert auðveldara en að gagnrýna aðra. Og þá á ég ekki við í merkingunni að rýna til gagns, heldur niðurrif án uppbyggilegs tilgangs. Markmiðið er jafnvel að þagga niður í þeim sem hafa „ranga“ skoðun. Útiloka þá frá umræðunni. Margt bendir til þess að íslensk umræðuhefð sé á slíkri vegferð.“

Haukur minnist á kannanir sem gerðar hafa verið í Bandarískum háskólum sem sýna að nemendur óttist að tjá skoðanir sínar vegna ótta um að móðga aðra. Hann segir að þetta sé hættuleg þróun sem að muni stöðva skoðanaskipti. Hann segir að mörgum gæti þótt þróunin góð, en að oft reynist „rétttrúnaðurinn“ rangur.

„Kannanir í bandarískum háskólum sýna að tveir þriðju nemenda tjá ekki skoðun sína í kennslustund af ótta við að móðga samnemendur sína. Hræðslan við að vera fordæmdur er tjáningarþörfinni sterkari. Það er öruggara að þegja heldur en að eiga á hættu að vera sakaður um ranga skoðun eða nota óvart rangt orð til að lýsa henni. Þetta er hættuleg þróun enda eiga háskólar að kenna nemendum sínum gagnrýna hugsun.

Nú kunna sumir að telja þetta jákvæða þróun, þar sem fólk muni nú vanda orðalag sitt og taki ríkara tillit til aðstæðna annarra. Það er vissulega eitthvað til í því en það leiðir samt til þess að skoðanaskiptin hætta að fara fram. Til að styrkja skoðun, þá þarf að ögra henni. Svo má ekki gleyma því að rétttrúnaðurinn kann að reynast rangur – meirihlutinn hefur oft rangt fyrir sér. Við lærum ekki hvert af öðru ef stór hluti hópsins þorir ekki að tala.“

Að lokum fullyrðir Haukur að það sé mikilvægt að geta tjáð skoðanir sínar án þess að ummæli manns séu kölluð „hatursfull“. Hann segir að þessari aðferðarfræði verði að mótmæla.

„Það er mikilvægt að geta tjáð skoðun sína um menn og málefni án þess að ummælin séu kölluð hatursfull af þeim sem eru manni ósammála. Þeir sem þannig láta, gera það vegna þess að þeir vita að fólk hættir að þora að andmæla þeim. Slík aðferðafræði er ekki heillavænleg og verður að mótmæla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“