fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Opnaði bílinn og beindi hnífi að bílstjóranum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 08:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par varð fyrir árás í Vesturbænum í gærkvöld þegar bíll þeirra var stopp á rauðu ljósi á Hringbrautinni. Maður opnaði bílstjóradyrnar og beindi hnífi að hálsi karlmannsins sem sat undir stýri. Skipaði hann honum að fara út úr bílnum. Bílstjóranum tókst ins vegar að verjast árásarmanninum og ýta honum frá bílnum. Hann læsti síðan bílnum og ók af stað. Parið hafði samband við lögreglu sem kom á vettvang.

Konan sem var í bílnum lýsti atvikinu í íbúahópi Vesturbæinga á Facebook en einnig er greint frá því í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að maður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í vesturborginni eftir að hann hafði gert þrjár ránstilraunir vopnaður hnífi. „Maðurinn veitti handtökunni ekki mótspyrnu og hlýddi skipunum lögreglu. Engum varð líkamlegt mein af brotahrinu mannsins né handtöku lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins,“ segir í dagbókinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“
Fréttir
Í gær

Hátt verð fyrir hótelgistingu á Suðausturlandi vekur reiði – „Þetta er orðin ógeðsleg menning“

Hátt verð fyrir hótelgistingu á Suðausturlandi vekur reiði – „Þetta er orðin ógeðsleg menning“
Fréttir
Í gær

Kvartaði undan erlendum ferðamönnum á tjaldsvæðum og fékk hvasst svar – „Að lesa þetta er kostulegt“

Kvartaði undan erlendum ferðamönnum á tjaldsvæðum og fékk hvasst svar – „Að lesa þetta er kostulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“