fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Ef þú hélst að helgin gæti ekki versnað – Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi og gul fyrir sunnan

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 16:15

Skjáskot af vedur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir kunna að halda að kvóti vondu frétta þessarar verslunarmannahelgi væri tæmdur, en svo er ekki. Veðurstofan gaf rétt í þessu út appelsínugula viðvörun fyrir suðausturland og segir Veðurstofan:

Austan og norðaustan 15-23 m/s, hvassast vestan Öræfa. Búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna.

Gildir viðvörunin á milli 07 og 12 á morgun, föstudaginn 31. júlí. Eftir það breytist viðvörunin í gula og helst þannig til miðnættis. Enn fremur varar Veðurstofan við ausandi rigningu austantil og hættu á skriðuföllum. Gul viðvörun er í gildi á Austurlandi frá 11:00 – 18:00 á föstudag.

Spáð er mikilli rigningu á Austfjörðum á morgun föstudag og er búist við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðuföllum og grjóthruni. Ferðamenn eru beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og í nágrenni árfarvega. Einnig er búist við talsverðri eða mikilli rigningu á suðausturlandi og við Mýrdalsjökul og er búist við auknum vatnavöxtum á svæðinu. Ferðamenn eru beðnir um að sýna aðgát en vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir.

Klukkan 7 um morgun tekur jafnframt gul viðvörun gildi fyrir suðurland sem er í gildi frá 06:00 – 18:00 á föstudag.

Austan 15-20 m/s austast á svæðinu, annars hægari. Búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s, t.d. undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þetta getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS
Fréttir
Í gær

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir
Fréttir
Í gær

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“