fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Verslunarmannahelgi 2020: Nýjustu upplýsingar – Ein með öllu og Innipúkanum aflýst

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 11:37

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson beindi orðum sínum sérstaklega til unga fólksins á yfirstandandi blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og almannavarna.

Mig langar að beina orðum mínum sérstaklega til unga fólksins sem er búið að vera spennt mjög lengi að fara í útleigu og skemmta sér með vinum og kunningjum sínum núna um helgina. Þið verðið að láta þetta bíða. Við höfum margoft sagt að sumarið 2020 er skrýtnasta sumarið. Við verðum að búa til öðruvísi minningar, vera heima með fjölskyldunni. Látum lífið halda áfram og verum góð hvert við annað.

Í ljósi orða Víðis endurinnleiðingar tveggja metra reglunnar frá kl 12:00 á morgun, föstudag fyrir verslunarmannahelgi, er ljóst að ekkert eða lítið verður af ætluðum hátíðarhöldum víða um land. „Unga fólkið vildi fara og skemmta sér þessa helgi, en nú er það eiginlega ekki hægt,“ segir Víðir.

Hátíðir og ferðaætlanir í uppnámi

Hátíðirnar Ein með öllu á Akureyri, Innipúkinn í Reykjavík hafa allar auglýst dagskrá sínar fyrir helgina, en ljóst að þeim mun þurfa að breyta og má vænta þess að tilkynningar þess efnis munu berast hver af annarri á næstu klukkutímum.

Þúsundir hafa þegar lagt land undir fót fyrir helgina og ljóst að nýjasta útspil almannavarna og ríkisstjórnarinnar mun setja ferðaáætlanir margra þeirra í uppnám. 100 manna fjöldatakmörkun gildir á tjaldsvæðum landsins.

Ljóst er að hinsegin dagar munu þurfa að gera stórar breytingar á sinni dagskrá líka.

DV mun uppfæra hér að neðan upplýsingar um breyttar ætlanir hátíða á landsbyggðinni eftir því sem tilkynningar berast.

  • Einn með öllu á Akureyri aflýst: Ein með öllu birtu eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni:

Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ á Akureyri og öllum viðburðum sem henni tengjast verið aflýst. Það smit sem komið er upp í samfélaginu og í kjölfarið ný fyrirmæli sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda útiloka slíkt viðburðahald.

  • Innipúkinn blásinn af:

„Kæru vinir, Í ljósa nýjustu tíðinda og frekari samkomutakmarkana mun Innipúkinn ekki fara fram um helgina,“ segir á Facebook síðu Innipúkans. Innipúkinn sagði í gær frá glæsilegri dagskrá sem nú verður að engu. Einhver vonarglæta lifir þó, því á Facebook síðu hátíðarinnar segir: „Frekari fregnir af Innipúkanum 2020 verða tilkynntar innan skamms.

  • Sæludagar í Vatnaskógi:

Ekkert verður af Sæludögum. Segir í tilkynningunni: „Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðir í Vatnaskógi, hafa tekið þá ákvörðun að aflýsa Sæludögum í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina.“ Til stóð að Sigga og Grétar í Stjórninni kæmu fram á hátíðinni og verður Stjórnarballið að bíða betri tíma.

  • Berjadagar í Ólafsfirði

Berjadögum hefur verið aflýst samkvæmt samtali blaðamanns við skipuleggjendur hátíðarinnar.

  • Fjölskylduhátíð á Hótel Selfossi

Hátíðinni hefur verið aflýst, en þó verður barnaskemmtun á sunnudeginum fyrir hótelgesti.

  • Blómstrandi dagar

Bæjarhátíð Hveragerðisbæjar hefur verið aflýst, að sögn Sunnlenska.is

  • Skjaldborg

Hátíð íslenskra heimildamynda sem fram átti að fara á Patreksfirði um helgina, hefur verið aflýst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni