fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Sverrir tattoo er látinn – „Sakna þín ólýsanlega mikið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. júlí 2020 13:52

Mynd: Facebooksíða Skinnlistar/samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Einarsson, sem þekktur var undir nafninu Sverrir tattoo, er látinn, 58 ára að aldri. Sverrir var afar þekktur húðflúrari og litríkur persónuleiki. Hann rak húðflúrstofuna Skinnlist Tattoo ásamt eiginkonu sinni, Diljá Petru Finnbogadóttur. Þau áttu fyrir skömmu 13 ára brúðkaupsafmæli.

Margir minnast Sverris með fögrum orðum á samfélagsmiðlum. Til dæmis skrifar Rósinkrans Már Konráðsson:

Þú varst svo sannarlega sannur vinur, þótti alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þín, hvort sem það var heim til þín eða upp í vinnu , varst alltaf búinn að gera eitthvað nýtt og spennandi og hafði allt frá skemmtilegum hlutum að segja. Sakna þín alveg ólýsanlega mikið og vildi óska að ég hefði verið á landinu til þess að koma og kveðja þig.

Varst mér sannarlega góður vinur og alltaf hægt að leita til þín sama hvað það var, þú vissir alltaf allt og varst alltaf alltaf tilbúinn að hjálpa og þið hjónin alveg mögnuð saman, yndislegra fólk er ekki hægt að finna.

 Hvíldu í friði elsku vinur, það er gott að vita að þú sért kominn á góðan stað og laus við allan þennan sársauka og þjáningar.

Haraldur Borgi Sigsteinsson skrifar:

Þessi frábæri maður hefur kennt mér eitt og annað um lífið. Það voru fáir sem fengu mig til að hlæja jafn dátt og fáir sem var jafn gaman að hlæja með.

Ég mun sakna þínn elsku fallegi, hjatahlýi, ÓVIÐEIGANDI á köflum😅🤣 yndislegi vinur minn.

 

DV sendir fjölskyldu og vinum Sverris Þórs innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa