fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Samningurinn flaug í gegn hjá flugfreyjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. júlí 2020 13:18

Guðlaug Líney formaður FFÍ (til hægri). Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsmenn í FFÍ samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þátttaka var góð í atkvæðagreiðslunni en af 921 á kjörskrá greiddu 812 atkvæði. 678 eða 83,5% greiddu atkvæði með samningnum, 109 eða 13,42% greiddu atkvæði gegn honum en auðir seðlar voru 25 eða 3,08%

„Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt