fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Stærsti skjálftinn síðan 2018

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. júlí 2020 09:20

Mynd: Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir jarðskjálftar urðu í morgun með stuttu millibili um 6 km vestnorðvestan af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fyrri skjálftinn varð kl. 07:40 og mældist M 2,8 en sá síðari var 40 sekúndum síðar og mældist 3,4. Er sá skjálfti sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst árið 2018, en sá var 3,7 að stærð.

Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull Íslands og þekur um 590 ferkílómetra svæði. Undir honum er eldfjallið Kalta sem hefur gosið reglulega frá landmámi, síðast árið 1918. Kötlugos hafa að meðaltali orðið á 40 til 80 ára fresti en núna eru komin yfir 100 ár frá síðasta gosi. Engar fréttir hafa borist um gosóróa á svæðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt