fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Áreitt í Hagkaup í Skeifunni – „Ekki fokking grípa í rassinn á mér í miðri búð“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 25. júlí 2020 20:02

mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin tvítuga Rut Þorbjörnsdóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu að vera áreitt kynferðislega í verslun Hagkaups í Skeifunni. „Ég stóð í ilmvatnsdeildinni, að prófa ilmvötn, þegar hann gengur að mér, stendur fyrir framan mig, horfir á mig og grípur svo í rassinn á mér.“ Rut segist hafa verið agndofa í nokkrar sekúndur enda alls ekki átt von á að verða fyrir slíku. „Svo spurði ég hann hvern andskotann hann væri að gera.“ Á maðurinn þá að hafa gengið í burtu frá Rut, sem var í Hagkaup að kaupa sér gos með pizzu sem hún var að bíða eftir að yrði tilbúin. Rut segist svo hafa rankað við sér dregið upp símann og náð honum við útgang verslunarinnar. Þar tók Rut upp meðfylgjandi myndband.

https://vimeo.com/441657848

Á myndbandinu heyrist Rut segja við manninn á meðan hann gengur framhjá henni og rakleitt út úr versluninni, „ekki fokking grípa í rassinn á stelpum í miðri fokking búð.“

Rut sagði við blaðamann DV að hún væri langþreytt á áreiti sem þessu, „ég skil ekki hvernig þetta gerist ennþá í nútíma samfélagið, það er 2020!“ Rut segist glöð að vekja athygli á hegðun sem þessari sem sé alltof algeng.

Aðspurð hvort Rut hafi lent í svona löguðu áður svarar hún einfaldlega: „Jesús minn já! Ég vann á bar og maður lendir í svona löguðu oft á djamminu, oft mikið verra en þetta.“ Rut segir að opnari umræða um hegðun sem þessa sé af hinu góða og því miður sé þetta enn alltof algengt og að það hafi fengið að líðast alltof lengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni