fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Jóhannes Þór segir fréttir af velgengni ferðaþjónustunnar kolrangar – „Veturinn er framundan“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 25. júlí 2020 14:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undanfarna daga skrifað fréttir af yfirfullum hótelum og tjaldsvæðum. Sagði DV fyrr í dag frá yfirfullum hótelum frá Vík í Mýrdal og að Lónsöræfum austan við Höfn í Hornafirði. Í vikunni sagði DV svo frá því að Vík í Mýrdal væri yfirfull ferðafólki og þar fengist varla matur í verslunum.

Af þessu að dæma, sem og lýsingum ferðamanna sem nú streyma um landið og hlýða ákalli um að „ferðast innanlands“ í sumar, mætti ætla að ferðaþjónustan væri nokkuð vel stödd, í hið minnsta á Suðurlandi. Þar til viðbótar er ljóst að launakostnaður hefur verið ríkulega niðurgreiddur og mætti því vel draga þá ályktun að rekstrarreikningur ferðaþjónustuaðila á svæðinu hefði tekið vel við sig eftir svartnætti apríl og maí mánaða.

Ekki er þó allt sem sýnist, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Segir hann það vissulega gott að Íslendingar hafa tekið vel við sér í ferðum innanlands. „Vonandi verður það til þess að þeir nýta innlenda ferðaþjónustu enn meira næstu árin en hingað til,“ segir hann.

Nefnir ýmis atriði um svartnætti ferðaþjónustunnar

„Það breytir hins vegar ekki einföldum staðreyndum, sem hafa ekkert að gera með „sultartón“,“ segir Jóhannes og nefnir ýmis atriði því til stuðnings.

Jóhannes segir hótel um allt land vera að selja gistingu á mjög niðursettum verðum, iðulega á jafnvel 40-75% afslætti. Þess konar verð eru fullkomlega ósjálfbær – þ.e. tekjurnar af þeim ná ekki að tryggja fyrirtækinu fé til að greiða laun, fastan kostnað og tryggja reksturinn yfir vetrarmánuðina. Hið sama á við um önnur ferðaþjónustufyrirtæki, t.d. í afþreyingu.

Að auki segir Jóhannes að Íslendingar ferðast mikið um landið í um það bil 12-14 vikur. Allir vita að um leið og skólar byrja á ný upp úr miðjum ágúst og sumarleyfum lýkur hverfa innlendir ferðamenn því miður aftur af eðlilegum orsökum. Ennfremur þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að vinna inn nægar tekjur yfir sumarið til að geta lifað allt árið. „Ferðalög Íslendinga munu ekki fylla upp í þá þörf. Til þess erum við einfaldlega of fá og fáum þjónustuna í sumar á verðum sem eru miklu, miklu lægri en fyrirtækin þurfa til að knýja sjálfbæran rekstur,“ sagði hann.

Íslendingar þyrftu að eyða fimm sinnum meira en venjulegur túristi

Jafnframt bendir Jóhannes á að Ferðamálastofa hafi um daginn sagt að til að fylla upp í gatið sem erlendir ferðamenn hafi skilið eftir sig þyrftu Íslendingar að eyða fimm sinnum meiri peningum í neyslu í ferðaþjónustu innanlands en í venjulegu ári hingað til. „Jafnvel þó við tvöföldum öll neyslu okkar á ferðaþjónustu frá því í fyrra dugar það því engan vegin til,“ segir hann.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa áður bent á að gæðunum á innanlandsmarkaði sé ákaflega misskipt. Hótel og veitingahús eigi þannig auðvelt með að ná í íslenska ferðamenn, en ferðaskrifstofur til dæmis, séu í erfiðari stöðu.

Engin barlómur, bara blákaldar staðreyndir

Jóhannes segir þetta vera „blákaldar“ staðreyndir og vísar því á bug að um sé að ræða barlóm eða sultarvæl. „Við þetta má bæta að án aðgerða ríkisstjórnarinnar sem vísað er til í frétt DV, væri fjöldi fyrirtækja sem nú er að þjónusta íslenska ferðamenn þegar orðin gjaldþrota.“

Jóhannes segir eins og áður að það sé frábært að Íslendingar séu að taka því vel að vera á ferðalögum innnanlands, nýta frábæra þjónustu og gera vel við sig í gistingu, mat, drykk og afþreytingu. „Megi það halda áfram næstu ár,“ sagði hann við blaðamann DV. „Það er hins vegar því miður engin töfralausn á stærstu heimskreppu síðustu hundrað ára. Veturinn er framundan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu