fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Húsbílaeigendur kvarta undan aðstöðuleysi til klósettæminga

Heimir Hannesson
Laugardaginn 25. júlí 2020 10:57

Alþjóðlegt merki losun ferðasalerna mynd/umhverfisstofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir voru sagðar af því í vikunni að Mink hjólhýsið væri uppselt með öllu og að húsbílar, húsbílaleigur, svokallaðir „camper-ar“ og fellihýsi ryku út þar sem þau væru seld og leigur væru fullbókaðar út sumarið.

Nú kvarta húsbíla- og hjólhýsaeigendur sáran undan aðstöðuleysi fyrir þá. Tjaldsvæðin bjóða nefninlega fæst uppá aðstöðu til að tæma úr klósettönkunum sínum. Segja þeir að það ýti húsbílaeigendum út í það að nýta frekar almenningssalernin á tjaldsvæðunum sem þá eykur enn álagið á þau og auki hættuna á smiti smitsjúkdóma. Einn eldri borgari á húsbíl sem ræddi við DV sagði að slíkt hlyti að auka líkur á útbreiðslu Covid, til dæmis.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir: „Í reglugerð um hollustuhætti segir að á tjald- og hjólhýsasvæðum eða í námunda við það skuli vera aðstaða til að tæma og hreinsa ferðasalerni. Rekstraraðili svæðisins skuli veita upplýsingar um og vísa á aðstöðuna, en einnig er hægt að leita upplýsinga um staðsetningu slíkrar aðstöðu annars staðar, t.d. hjá upplýsingamiðstöðvum og á bensínstöðvum.“ Nú er það upp og ofan hvort að þessu er fylgt og ljóst að brotalamir eru á eftirfylgni þessara reglna.

Þó er á heimasíðu Umhverfisstofnunar listi yfir staði þar sem losa má ferðaklóset um allt land og er húsbílaeigendum ráðlagt að hafa listann sér til aðstoðar þegar frí er skipulagt. Listann má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni