Poppdrottningin Madonna sem er 61 árs flutti til Lissabon í Portúgal árið 2017 og býr þar ásamt sex börnum sínum; Lourdes sem er 22 ára, Rocco 19 ára, David og Mercy 13 ára og sjö ára tvíburasystrunum Estere og Stellu. Ástæða flutninganna var fótboltaiðkun sonarins David.
Húsið sem Madonna fjárfesti í er eiginlega ekki hús heldur fjögurra hæða höll sem kostaði sex milljónir punda eða sem samsvarar rúmlega milljarði íslenskra króna. Það væsir ekki um íbúana enda hátt til lofts og vítt til veggja í villunni góðu. Húsið ber áhuga eigandans á listum vitni en það er fallega skreytt og stútfullt af hljóðfærum og listaverkum og það fer ekki á milli mála að hún er mikill aðdáandi Fridu Kahlo. Madonna og börnin hafa fundið sér ýmislegt til dundurs í gegnum Covid fárið og við fáum að gægjast aðeins inn fyrir dyrnar.