Maður lést í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað seint í gærkvöldi í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Fólksbíll lenti út fyrir veg og valt, skammt sunnan við gatnamót Hófaskarðsleiðar sunnan Kópaskers.
Hinn látni var einn í bílnum. Hann var um fertugt og af erlendum uppruna, en búsettur og starfandi á Íslandi.