fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Kvartað yfir því að miðar á Secret Solstice hafi ekki verið endurgreiddir – Jón Bjarni svarar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 21:06

Frá Secret Solstice 2019. Mynd: Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vil endilega vekja athygli á því að þeir sem höfðu keypt miða á Secret Solstice sem átti að halda í júní hafa ekki ennþá fengið miðana sína endurgreidda. Síðast kom tölvupóstur 27. maí en ekkert hefur heyrst meira eftir póstinn og engin endurgreiðsla komin. Algjörlega ömurlegt,“ segir óánægður borgari sem hafði samband við DV.

Secret Solstice hátíðin fellur niður í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Þeim sem keypt höfðu keypt miða var boðið upp á að velja milli þess að fá endurgreitt eða að miðinn gilti á Secret Solstice sumarið 2021. (Þess má geta að sérstök útgáfa af Secret Solstice er í gangi 2-3var í viku með tónleikahaldi í porti bak við Dillon á Laugavegi).

DV hafði samband við Jón Bjarna Steinsson, einn forsvarsmanna Secret Solstice, vegna málsins. Jón Bjarni segir að allir muni fá miða sína endurgreidda en það taki nokkurn tíma. Raunar eru endurgreiðslurnar ekki verkefni Secret Solstice heldur erlends miðasölufyrirtækis sem annast miðasöluna:

„Miðasalan okkar er erlend og er að endurgreiða fyrir fjölmarga viðburði, tugi milljóna miða og það gengur bara hægt hjá þeim. Það er samkvæmt þeim búið að endurgreiða flestum þeim sem sóttu um endurgreiðslu hjá okkur. Vegna persónuverndarlaga höfum við ekki aðgang að upplýsingum um hverjir það eru sem eru eftir. Þetta er bara það sem í gangi í þessum bransa núna, þetta er svo ofboðslegt magn af viðburðum sem var frestað eða hætt við.“

Jón Bjarni vill hins vegar taka það skýrt fram að ef misbrestur verður á endurgreiðslum frá miðasölunni muni aðstandendur Secret Solstice tryggja að allir fái endurgreitt.

Jón Bjarni lætur þess jafnframt getið að langstærstur hluti miðahafa hafi ekki óskað eftir endurgreiðslu heldur ætli að nota miðann á frestaða hátíð sem haldin verður sumarið 2021.

Heimasala miðasölunnar er hér en starfsmenn hennar svara fyrirspurnum á netfangið support@xtix.com

Secret Solstice svarar einnig greiðlega fyrirspurnum um málið í skilaboðahólfinu á Facebook-síðu sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“