fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Ríkislögreglustjóri sendir frá sér tilkynningu um „skattborgarann“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 15:47

mynd/logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu um vafasamt símtal lögreglunnar við innhringjanda í neyðarlínuna. DV sagði frá málinu fyrr í dag. Í Facebook færslu konunnar kemur fram að konan hafi verið spurð hvort maðurinn væri „skattborgari,“ og fannst henni ljóst að með því væri lögreglumaðurinn að spyrja um félagslegt ástand mannsins eða þjóðerni. Henni þóttu viðbrögðin lýsa áhugaleysi og látið að því liggja að ekki þyrfti að sinna manninum ef hann væri bara drukkinn.

Sjá nánar: Vafasamt símtal við lögreglumann til rannsóknar hjá embætti ríkislögreglustjóra

Segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra: „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið.“ Tekið er fram að orðalagið endurspegli ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar til skjólstæðinga hennar.

Segir jafnframt í tilkynningunni:

Tekið skal skýrt fram að umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar. Starfsmaðurinn segir sjálfur að um klaufalegt orðaval hafi verið að ræða þegar hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni sem hafi alls ekki verið illa meint. Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.

Segir lögreglan að rætt hafi verið við tilkynnanda málsins og hann upplýstur um málsmeðferðina og skýringar starfsmannsins. Ítrekar jafnframt embætti Ríkislögreglustjóra að allir sem leiti til lögreglu eigi sama rétt á þjónustu og virðingu.

Fjarskiptamiðstöð lögreglu, sem tekur við símtölum í Neyðarlínuna sem varða lögregluna, er á forræði Ríkislögreglustjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“