fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

„Við munum tryggja okkur bóluefni þegar þar að kemur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 14:24

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á upplýsingafundi Almannavarna í dag, síðasta fundinum í bili, var rætt um mögulegt bóluefni gegn kórónuveirunni. Margir bóluefnaframleiðendur vinna nú að því að þróa og framleiða bóluefni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hefur vantað samhæfingu í þessa vinnu og þess vegna hefur WHO sett af stað alþjóðlegt verkefni. Þar verður sameinast um að styðja rannsóknir og framleiðslu á bóluefni og skapa samhæfingu um dreifingu á bóluefni þegar það er tilbúið, til að tryggja réttláta dreifingu milli landa. „Verkefnið heitir Covax og Ísland hefur lýst áhuga á þátttöku og mun taka þátt, þannig að við munum tryggja okkur bóluefni þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur.

Eitt virkt smit greindist á landamærunum í gær en tekin voru tæplega 2.200 sýni. Fá smit hafa greinst á landamærunum að undanförnu og innanlandssmit eru mjög fá eða 11 frá því skimun á landamærum hófst. Öll eru innanlandssmitin rakin til smita á landamærunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út