fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Sorgleg skemmdarverk í Reykjanesbæ – „Þetta eru peningar úr okkar vösum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitt að því leiðinlegra sem ég geri í mínu starfi er að taka við tilkynningum þar sem skemmdir hafa verið unnar á eigum bæjarins,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri hjá Reykjanessbæ. Hann hefur undanfarið deilt myndum af sorglegum skemmdarverkum í íbúahópi Reykjanesbæjar.

Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér hafa verið unnin mikil skemmdarverk á Landsnámsdýragarði sem staðsettur er við Víkingaheima í Innri-Njarðvík. Garðurinn er opnaður á listahátíð barna í Reykjanesbæ ár hvert. Raunar var ákveðið að opna garðinn ekki í sumar heldur geyma það  til betri tíma. „Þá fáum við þessar myndir af skemmdarverkum þar,“ segir Guðlaugur í stuttu spjalli við DV.

Skemmdir unnar á húsum Landsnámsdýragarðins

 

Í hinum enda bæjarins, hjá Duus-húsum í Keflavík, hafa líka verið unnin leiðinleg skemmdarverk. „Þarna voru hengirúm sem voru mjög vinsæl hjá krökkum og fullorðnum. En þau voru skorin og brennd,“ segir Guðlaugur. Var ákveðið að taka hengirúmin niður. „Þetta er alveg galið,“ segir Guðlaugur um þessa skemmdaráráttu þar  sem athæfi örfárra eyðileggur ánægju allra hinna, fyrir utan að valda kostnaði.

Guðlaugur biður bæjarbúa um að hugsa sinn gang hvað þetta varðar og ef börn og unglingar eiga í hlut sé mikilvægt að foreldrar ræði þetta við börn sín. „Það þarf virkilega að kenna börnum og unglingum að lagfæringar á skemmdum á eigum bæjarins koma úr vösum okkar foreldranna.“

Hengirúmin sem hér voru hafa verið tekin niður vegna skemmdarverka

Guðlaugur segir jafnramt að sú viðleitni hans að opinbera þessi skemmdarverk eigi að hafa forvarnargildi. Nú fari í hönd tími þar sem bæjarfélagið sé sérlega viðkvæmt fyrir áráttu skemmdarvarga:

„Við settum af stað átaksverkefni sem heitir Hughrif, þetta er listrænt þenkjandi hópur sem hefur unnið fullt af skemmtilegum hlutum í sumar, sem verið að setja á tún og opin svæði, í dag og á morgun,“ segir Guðlaugur sem vonast til að þessir hlutir verði ekki skemmdarfýsn að bráð og ítrekar hvatningu sína til bæjarbúa um að vakna til vitundar um skemmdarverk og vinna gegn þeim með opinni umræðu, sem og samtali foreldra við börn sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás