fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Missti stjórn á bílnum á Mosfellsheiði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 18:01

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var til lögreglu síðdegis í dag um útafakstur á Mosfellsheiði. Þar missti ökumaður stjórn á bíl sínum sem lenti við það út af veginum. Bíllinn skemmdist töluvert og var fjarlægður með dráttarbíl. Engin slys urðu á fólki.

Þetta kemur fram í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er einnig greint frá því að í hádeginu  var tilkynnt um slys í hoppukastala á höfuðborgarsvæðinu. Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt