fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Sárir foreldrar barna í Vesturbæjarskóla bíða enn eftir skaðabótum – „Eins og svarthol hafi gleypt þær“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 14:29

Vesturbæjarskóli. Mynd: Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september síðastliðið haust eyðilögðust úlpur tíu barna sem eru nemendur í Vesturbæjarskóla vegna viðkomu við málningu. Verktaki hafði verið að mála frístundaheimilið á skólatíma en frístundaheimilið stendur á skólalóðinni. Að sögn tveggja mæðra sem ritað hafa DV bréf vegna málsins voru engar viðvaranir eða tilkynningar um að húsið væri nýmálað og í frímínútum skemmdust tíu úlpur þegar krakkarnir hölluðu sér upp að blautum veggnum.

Fljótlega eftir atvikið hafði starfsmaður skólans samband við foreldra, teknar voru myndir af úlpunum og foreldrum tjáð að þær yrðu bættar fljótlega, haft yrði samband til að ganga frá því. En því miður var þetta ekki efnt. Í bréfi mæðranna tveggja til DV segir:

„Það líður og bíður og ekkert heyrist frá skólanum vegna málsins, þegar foreldrar fara að hafa samband við skólann til að ýta á eftir skaðabótum var ritari Vesturbæjarskóla tilbúin með handskrifað bréfsnifsi með símanúmeri verktakans á og svaraði því þannig til að skólinn borgi ekki heldur þurfi hvert og eitt foreldri að hafa samband við verktakann og rukka hann beint.“

Illa hefur gengið að ná sambandi við umræddan verktaka og þá sjaldan það hefur tekist hefur hann tekið dræmt í að útkljá málið. Ljóst varð því að fara þyrfti með málið lengra til að fá það leyst. Í bréfi mæðranna segir:

„Í vor hringdi önnur okkar í umboðsmann borgarbúa. Þar var fyrir svörum kona sem tók að sér að kanna málið, hún virtist í samtalinu vera alveg sammála því að borgin ætti að gera upp við okkur en rukka svo verktakann. Hún tók niður númer og netfang og sagðist myndi hafa samband þegar hún hefði gengið erinda okkar.“

Hátt um einum og hálfum til tveimur mánuðum síðar barst tölvupóstur frá lögfræðingi Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar og þar segir meðal annars:

Yfirlýst afstaða Reykjavíkurborgar er sú að borgin beri ekki ábyrgð á þessum skemmdum heldur verktakinn og bendir á að hægt er að hafa samband beint við tryggingarfélag hans.

Sjá svar frá Berglindi Söebech, verkefnisstjóra trygginga hjá Reykjavíkurborg:

„Reykjavíkurborg bætir almennt ekki tjón á eignum annarra nema hún teljist bera skaðabótaábyrgð á tjóninu samkvæmt skaðabótalögum.  Forsendur skaðabótaábyrgðar eru til að mynda að tjón verði rakið til saknæmrar hegðunar RVK eða starfsmanna hennar, vangæslu eða rangra vinnubragða.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, sem hefur umsjón með viðhaldi húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar, sér almennt ekki sjálft um viðhaldsframkvæmdir heldur kaupir þá þjónustu af verktökum.

Reykjavíkurborg ber ekki ábyrgð á sjálfstæðum verktökum sem hún kaupir þjónustu af heldur svara þeir sjálfir fyrir mál sem snúa að þeim.“

Í bréfinu er foreldrunum enn fremur bent á að leita til verktakans um skaðabætur frá honum eða tryggingafélagi hans. Segir einnig að ekki verði hægt að taka erindið til frekari efnislegrar skoðunar, eða eins og segir í póstinum:

„Embætti umboðsmanns borgarbúa hefur verið sameinað innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og er verið að gera breytingar á starfs- og verklagsreglum okkar í því samhengi. Hef ég því tekið erindi þitt inn í stærri rannsókn á skaðabótaábyrgð Reykjavíkurborgar og hvort beiting og túlkun borgarinnar á skaðabótareglum standist stjórnsýslulög og reglur um vandaða stjórnsýsluhætti. Munum við því miður hugsanlega ekki geta tekið erindi þitt til frekari efnislegrar skoðunar að öðru leiti en að hafa það til hliðsjónar við þá rannsókn.

Ég vona að þið fáið úlpurnar bættar hjá Sjóvá. Leyfðu mér endilega að fylgjast með og ekki hika við að hafa samband hafir þú frekari spurningar eða athugasemdir.“

Undir bréfið skrifar Auður Kolbrá Birgisdóttir, lögfræðingur hjá Innri endurskoðun.

Erfitt er að ráða annað af þessu ferli en foreldrarnir muni ekki fá úlpurnar bættar nema hugsanlega eftir mikla vinnu, bréfaskriftir og þunga glímu við tryggingafélag. Og jafnvel ekki heldur þá. Ekki bólar á neinni lausn núna 10 mánuðum eftir atvikið. „Að okkar mati er framkoma starfsmanna Reykjavíkurborgar óásættanleg í þessu máli,“ segja mæðurnar í skilaboðum til DV.

„Hafa allar spurningar og athugasemdir varðandi þetta úlpumál horfið eins og svarthol hafi gleypt þær,“ segja mæðurnar enn fremur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni