fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Skammar þá sem hafa „kastað skít“ í flugfreyjur – Kallaðar „æluþrýfarar“ og „hryðjuverkamenn“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands fjallar um flugfreyjur og þeirra erfiðu stöðu í færslu sem birtist á Facebook fyrir skömmu. Hann segir umræðuna sem myndast hefur í kringum samningaviðræður þeirra við Icelandair vera alvarlega atlögu að verkalýðsfélögum og minnist á ósmekkleg ummæli sem flugfreyjur hafa fengið.

„Nú er Flugfreyjufélagið er búið að skrifa (aftur) undir kjarasamning í mjög þröngri og erfiðri stöðu, sem fer nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með umræðunni undanfarið vegna baráttu þeirra við að verja kjör sín. Flugfreyjur og flugþjónar hafa verið kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“, „ónauðsynlegar puntudúkkur“, „stífmálaðar frekjur“ svo nokkuð sé nefnt fyrir utan „hryðjuverkamenn“ „óvinir íslenskrar ferðaþjónustu“, „landráðamenn“ og svo náttúrulega það að þau sýni – „skýran og einbeittan brotavilja að knésetja Icelandair og knýja það í gjaldþrot“. Fólk hefur lýst yfir sérstakri ánægju með að þeim hafi verið öllum sagt upp og auðvitað geti hver sem er sitt þessum „ómerkilegu störfum“ og fagnað því að gerð sé ein alvarlegasta atlaga sem lengi hefur sést að verkalýðsfélögum og hlutverki þeirra.“

Að lokum segir Flosi þeim sem sem að hafa stundað skítkast í garð flugfreyja eiga að skammast sín, þar sem að þær geri allt í valdi sínu til að gera flugferðir eins þægilegar og mögulegt er.

„Án efa munu flugfreyjur og flugþjónar sinna sínum störfum af fagmennsku og alúð, eins og ég þekki t.d. af því að ferðast með (mörg) lítil börn. Það er trúlega til of mikils mælst að þau sem hafa talið sig umkomin að kasta ótrúlegum skít í flugfreyjur og þeirra störf, drullist til að skammast sín þegar starfsfólkið um borð gerir allt sem það getur til að gera næstu ferð þeirra eins örugga og þægilega og kostur er.“

https://www.facebook.com/flosi.eiriksson/posts/10157835127533191

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fabregas eða Ten Hag?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér