fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Óánægja með tónleika á Egilsstöðum – „Hvernig gerist þetta bara aftur og aftur og aftur?“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um Verslunarmannahelgina fer fram tónleikaröð á Egilstöðum. Athygli vekur að ekki ein kona er á lista yfir tónlistarmenn sem spila á hátíðinni.

Bergrós nokkur vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í dag. „Hvernig gerist þetta bara aftur og aftur og aftur?“ spyr hún. María nokkur svarar henni með því sem virðist vera kaldhæðni en hún segir þetta bara vera tilviljun. „Hefði 100% getað verið bara konur sko en þetta datt bara svona í þetta skiptið?“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það vekur athygli að engar konur eru á dagskrá á viðburði hér á landi. Það koma reglulega upp umræður í netheimum varðandi skort á kvenkyns atriðum þegar tónleikar eða aðrir viðburðir eru haldnir. Nú síðast vakti það athygli í Facebook-hópsnum Femínistaspjallið þegar dagskrá yfir tónlistaratriði á Símamótinu var birt. Um er að ræða knattspyrnumót fyrir stelpur en ekkert kvenkyns atriði var á dagskránni, bara karlkyns.

Tónleikarnir sem um ræðir fara fram í Valaskjálfi á Egilsstöðum yfir fjóra daga, frá 30. júlí til 2. ágúst. Þeir sem spila á tónleikunum eru Dúndurfréttir, Emmsjé Gauti, Ljótu Hálfvitarnir og að lokum Óskar Pétursson og Eyþór Ingi.

Reynt var að ná í stjórnanda hjá Valaskjálfi en án árangurs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér