fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Óánægja með tónleika á Egilsstöðum – „Hvernig gerist þetta bara aftur og aftur og aftur?“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um Verslunarmannahelgina fer fram tónleikaröð á Egilstöðum. Athygli vekur að ekki ein kona er á lista yfir tónlistarmenn sem spila á hátíðinni.

Bergrós nokkur vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í dag. „Hvernig gerist þetta bara aftur og aftur og aftur?“ spyr hún. María nokkur svarar henni með því sem virðist vera kaldhæðni en hún segir þetta bara vera tilviljun. „Hefði 100% getað verið bara konur sko en þetta datt bara svona í þetta skiptið?“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það vekur athygli að engar konur eru á dagskrá á viðburði hér á landi. Það koma reglulega upp umræður í netheimum varðandi skort á kvenkyns atriðum þegar tónleikar eða aðrir viðburðir eru haldnir. Nú síðast vakti það athygli í Facebook-hópsnum Femínistaspjallið þegar dagskrá yfir tónlistaratriði á Símamótinu var birt. Um er að ræða knattspyrnumót fyrir stelpur en ekkert kvenkyns atriði var á dagskránni, bara karlkyns.

Tónleikarnir sem um ræðir fara fram í Valaskjálfi á Egilsstöðum yfir fjóra daga, frá 30. júlí til 2. ágúst. Þeir sem spila á tónleikunum eru Dúndurfréttir, Emmsjé Gauti, Ljótu Hálfvitarnir og að lokum Óskar Pétursson og Eyþór Ingi.

Reynt var að ná í stjórnanda hjá Valaskjálfi en án árangurs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“