fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Óánægja með tónleika á Egilsstöðum – „Hvernig gerist þetta bara aftur og aftur og aftur?“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um Verslunarmannahelgina fer fram tónleikaröð á Egilstöðum. Athygli vekur að ekki ein kona er á lista yfir tónlistarmenn sem spila á hátíðinni.

Bergrós nokkur vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í dag. „Hvernig gerist þetta bara aftur og aftur og aftur?“ spyr hún. María nokkur svarar henni með því sem virðist vera kaldhæðni en hún segir þetta bara vera tilviljun. „Hefði 100% getað verið bara konur sko en þetta datt bara svona í þetta skiptið?“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það vekur athygli að engar konur eru á dagskrá á viðburði hér á landi. Það koma reglulega upp umræður í netheimum varðandi skort á kvenkyns atriðum þegar tónleikar eða aðrir viðburðir eru haldnir. Nú síðast vakti það athygli í Facebook-hópsnum Femínistaspjallið þegar dagskrá yfir tónlistaratriði á Símamótinu var birt. Um er að ræða knattspyrnumót fyrir stelpur en ekkert kvenkyns atriði var á dagskránni, bara karlkyns.

Tónleikarnir sem um ræðir fara fram í Valaskjálfi á Egilsstöðum yfir fjóra daga, frá 30. júlí til 2. ágúst. Þeir sem spila á tónleikunum eru Dúndurfréttir, Emmsjé Gauti, Ljótu Hálfvitarnir og að lokum Óskar Pétursson og Eyþór Ingi.

Reynt var að ná í stjórnanda hjá Valaskjálfi en án árangurs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna