fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Rændi læknadópi úr apóteki og gripinn með spítt og hass

Heimir Hannesson
Mánudaginn 20. júlí 2020 16:40

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, eignaspjöll og innbrot. Ákæran var í nokkrum liðum og játaði maðurinn sök fyrir dómi. Tveir ákæruliðirnir fjölluðu um fíkniefnabrot en lögreglan fann á manninum bæði amfetamín og kannabisefni.

Einnig er maðurinn dæmdur fyrir eignaspjöll með því að hafa annars vegar tekið ruslatunnu og kastað í spegil svo bæði tunnan og spegillinn brotnuðu og hinsvegar kastað útihúsgögnum í borðplötu og valdið þar 55.000 kr.- tjóni. Jafnframt er maðurinn dæmdur fyrir innbrot í apótek 13. og 16. júlí 2019 og stolið þaðan ofvirkni-, geð- og verkjalyf að verðmæti um 300 þúsund króna.

Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í þetta sinn en maðurinn á talsverðan sakaferil að baki. Hann hlaut dóma árin 2011, 2013, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019 fyrir meðal annars fíkniefnabrot, innbrot og þjófnað og ítrekuð umferðarlagabrot.

Manninum var gert að sæta upptöku smáræði amfetamíns, North pike íþróttatösku, Versace parfum, íþróttatösku, hamars, bláum vinnuhönskum, grárri derhúfu og LED ennisljósi. Ákæruvaldið gerði kröfu um að gerðir yrðu upptækir Etz camouflage skóm með hvítum botni að stærð 41, en féllst dómarinn ekki á þá kröfu. Maðurinn fær því að halda skónum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna