fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

„Gleðiefni að um deiluefnin hafi samist“

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 19. júlí 2020 07:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur alltaf verið vilji FFÍ að koma til móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasir við á þessum markaði og það er okkur gleðiefni að um deiluefnin hafi samist,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ).

Samninganefnd FFÍ skrifaði undir nýjan kjarasamning við Icelandair í nótt. Samningurinn gildir til 30. september 2025, en samningar hafa verið lausir frá 1. janúar 2019.

„Það er von okkar að sem flestir félagsmenn FFÍ geti í framhaldi af þessu mætt til vinnu á ný og aðilar geti í sameiningu unnið að þeim stóru verkefnum sem við blasa. Jafnframt fögnum við því að samhliða undirritun kjarasamnings mun Icelandair draga til baka þær fyrirhuguðu uppsagnir sem tilkynntar voru félagsmönnum FFÍ 17. júlí 2020,“ segir Guðlaug.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi 20. júlí og verða greidd atkvæði um hann í kjölfarið. Atkvæðagreiðslunni lýkur 27. júlí nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið