fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Icelandair og Flugfreyjufélagið undirrita kjarasamning – Mikill léttir

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 19. júlí 2020 05:22

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) hafa undirritað nýjan kjarasamning. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var Kauphöll Íslands rétt fyrir klukkan tvö í nótt.

Samningurinn, sem gildir til 30. september 2025, er í meginatriðum byggður á samningi þeim sem aðilar undirrituðu 25. júní sl. Hann felur þó í sér aukna hagræðingu frá þeim samning, án þess að skerða kjör flugfreyja og flugþjóna. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum FFÍ sem lýkur 27. júlí.

Í framhaldi á undirritun samnings óskar Icelandair eftir vinnuframlagi frá flugfreyjum og flugþjónum félagsins og því munu flugmenn ekki sinna störfum öryggisliða um borð.

„Það er mikill léttir fyrir alla að samningar hafi náðst og ég bind miklar vonir við að félagsmenn FFÍ samþykki samninginn,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Með þessum samningi næst sú hagræðing sem við teljum nauðsynlega. Undanfarnir dagar hafa reynt verulega á og ég er afskaplega sáttur að við séum að ná lendingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref í því stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir,” segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“