fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

FH án þjálfara – Ólafur á leiðinni út

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 10:39

Samsett mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Helgi Kristjánsson, sem hefur þjálfað FH síðan í ársbyrjun 2018, hefur verið ráðinn til danska liðsins Esbjerg. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi hlaðvarpsins Dr. Football, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni. Hjörvar segir einnig að Esbjerg greiði FH bætur fyrir Ólaf.

Ólafur er einn allra færasti þjálfari Íslands en hann hafði verið nokkur ár í atvinnumennsku áður en hann snéri aftur heim í FH. Ólafur er FH-ingur í húð og hár, en hér heima er hann þekktastur fyrir starf sitt hjá Breiðabliki þar sem hann stýrði liðinu að bikar- og Íslandsmeistaratitli, þeim fyrstu í sögu félagsins.

Ólafur átti einnig farsælan feril sem leikmaður og lék 14 A-landsleiki. „Ég var valinn í liðið þegar það voru æfingarleikir en þegar stóru leikirnir voru og kanónurnar mættu þá var hlutskipti mitt að vera bekknum eða eitthvað í þeim dúr. Ég var leikmaður í A-landsliðinu frá fimmtán ára aldri til tvítugs. Þegar ég hugsa til baka, þá hefði ég sem þjálfari eflaust orðið pirraður á mér sem leikmanni. Ég hefði átt að gera alvöru atlögu að sæti. Kannski var getan ekki næg til þess,“ sagði Ólafur í viðtali við 433.is þegar hann var ráðinn til FH.

Ljóst er að FH er án þjálfara og þarf að finna nýjan til að klára leiktíðina. Hjörvar nefnir að Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, gæti tekið við keflinu en Davíð lagði skóna á hilluna eftir tímabilið í fyrra. Sem leikmaður fagnaði Davíð sjö Íslands­meist­ara­titl­in­um með FH og var hann lyk­ilmaður Hafn­ar­fjarðarliðsins í mörg ár. Hann reyndi fyr­ir sér í at­vinnu­mennsku og lék með Lilleström í Nor­egi, Lokeren í Belg­íu, sænska liðinu Öster og danska liðinu Vejle en sneri aft­ur til FH fyr­ir sex árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Saka á sér draum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Chelsea lagði Liverpool

England: Chelsea lagði Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gefast upp á Vardy og horfa í aðra stjörnu sem skoraði í úrvalsdeildinni

Gefast upp á Vardy og horfa í aðra stjörnu sem skoraði í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikil reiði eftir ákvörðun eins ríkasta manns heims: Rekin eftir 47 ár í starfinu – ,,Þessi moldríki hálfviti er að leika sér með fólkið“

Mikil reiði eftir ákvörðun eins ríkasta manns heims: Rekin eftir 47 ár í starfinu – ,,Þessi moldríki hálfviti er að leika sér með fólkið“
433Sport
Í gær

Hefði hafnað því að standa heiðursvörð fyrir Liverpool

Hefði hafnað því að standa heiðursvörð fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Voru steinhissa þegar heimsfræg söngkona tók lagið á lokadeginum – Sjáðu kostulegt myndband

Voru steinhissa þegar heimsfræg söngkona tók lagið á lokadeginum – Sjáðu kostulegt myndband