fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Óskar Hrafn: ,,Þreyttir, þungir og orkulausir“ – Leikjaálagið að hafa áhrif?

Victor Pálsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að hans menn hafi verið þreyttir í 3-1 tapi gegn KR í kvöld.

Blikar voru að tapa sínum fyrsta deildarleik í sumar en liðið var ekki upp á sitt besta á KR-velli.

Óskar segir að leikjaálag liðsins sé mögulega farið að segja til sín.

,,Það má segja það að við höfum ekki verið tilbúnir. Við vorum ólíkir okkur í fyrri hálfleik og gerðum okkur erfitt fyrir með byrjuninni,“ sagði Óskar við Stöð 2 Sport.

,,KR eru frábærir og það er mikið talað um að þeir megi ekki komast yfir. Þeir spiluðu vel en við virkuðum þreyttir, þungir, orkulausir og stressaðir.“

,,Kannski er leikjaálag undanfarna vikna farið að kicka inn í þessum leik en við hefðum getað jafnað í seinni hálfleik ef því er að skipta. Fyrri hálfleikur var með því daprasta sem við höfum sýnt.“

,,Ég ætla ekki að dæma um leikjaálagið. Sum lið fá þrjá leiki á sjö dögum og önnur spila einn leik. Auðvitað hjálpar það, það er mikið álag á þessu liði en við afsökum það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð