fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Nágrannar kvörtuðu mikið vegna knattspyrnustjörnu: Þarf að rífa niður pall – ,,Þetta er ekkert smá dónalegt“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 08:00

Mynd: Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Loftus-Cheek, leikmaður Chelsea, þarf að fjarlægja pall heima hjá sér sem hann lét byggja fyrir um þremur árum.

Þetta ákvað dómstóll á Englandi í gær en nágrannar Loftus-Cheek kvörtuðu yfir pallinum og segjast ekki fá að vera í friði vegna hans.

,,Við höfum svo sannarlega ekki sama næði og við höfðum áður,“ sagði einn nágranni miðjumannsins.

Loftus-Cheek reyndi allt til þess að fá að halda pallinum og kallaði þessa kvörtun ‘kjánalega’ og ‘asnalega’ á meðal annars.

Nú er búið að dæma í málinu og þarf leikmaðurinn að rífa niður pallinn fyrir utan heimili sitt.

Nágrannarnir kvörtuðu einnig yfir því að það kæmu mikil læti þegar Loftus-Cheek spilaði tónlist á pallinum umtalaða.

,,Þetta er ekkert smá dónalegt. Ég man eftir einu atviki í sumar þegar við spiluðum tónlist um helgi,“ sagði Loftus-Cheek.

,,Við þurftum að slökkva á henni því við heyrðum dramatísk öskur og flaut. Við höfum aldrei spilað tónlist seint um kvöld. Við höfum ekki brotið nein lög.“

Enski landsliðsmaðurinn fékk hins vegar aldrei leyfi til að byggja pallinn og notuðu nágrannarnir það gegn honum í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rúta PSG fór án Mbappe

Rúta PSG fór án Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG
433Sport
Í gær

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
433Sport
Í gær

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur